EM í dag: „Við verðum að fá þessi þrjú stig, við verðum að klára þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 10:55 Helena og Svava Kristín að njóta lífsins í Englandi. Vísir/Vilhelm „Það eru allir orðnir aðeins stressaðir. Það er alveg ástæða fyrir því, af því við gerðum jafntefli í fyrsta leiknum þá vitum við hvað þessi leikur þýðir,“ sagði Helena Ólafsdóttir, sérlegur sérfræðingur Stöðvar 2 og Vísis, um leik Íslands og Ítalíu á EM. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Helenu sem stödd er á Englandi að fylgjast með stelpunum okkar en Helena þekkir íslenska kvennaknattspyrnu og íslenska landsliðið betur en flest okkar. „Við verðum að fá þessi þrjú stig, við verðum að klára þetta. Við erum öll sammála um það sem erum úti og þykjumst vita allt að við þurfum að keyra aðeins á þetta. Viljum sjá þær eðlilegar, held að skrekkurinn sé farinn. Auðvitað er þetta risastórt og þær fundu það alveg, geðveik stemning fyrir fyrsta leikinn. Maður fann hana upp í stúku,“ bætti Helena við. „Svo spyr maður sig hvernig Ítalía kemur út úr þessum leik, tapa svona stórt. Fáum við þær kolvitlausar eða pínu brotnar,“ velti Helena fyrir sér. Varðandi mögulegt byrjunarlið í dag „Eins og ég sagði fyrir keppnina, ég gæti alveg trúað því að hann þyrfti að breyta einhverju ef hann vill fá einhverjar sóknarsinnaðri. Mér fannst við stundum full fámennar inn á teig og við þurfum mörk svo hann gæti gert breytingu en ég veit það einfaldlega ekki.“ „Það er erfitt að rýna í það, Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) er fastheldinn og virðist búinn að finna blöndu sem hann er sáttur við. Held hann breyti ekki miklu.“ „Honum fannst hann vera að vinna hann og ég pínulítið skil það. Þegar manni finnst þetta vera að koma því alltaf þegar maður gerir breytingu þá hægist aðeins á, leikmenn þurfa að koma sér inn í leikinn. Ég skildi það en á sama tíma skildi ég að kallað væri eftir skiptingum fyrr. Mögulega þarf þess í dag.“ Þetta skemmtilega innslag frá Englandi má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Helena um leikinn gegn Ítalíu Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Helenu sem stödd er á Englandi að fylgjast með stelpunum okkar en Helena þekkir íslenska kvennaknattspyrnu og íslenska landsliðið betur en flest okkar. „Við verðum að fá þessi þrjú stig, við verðum að klára þetta. Við erum öll sammála um það sem erum úti og þykjumst vita allt að við þurfum að keyra aðeins á þetta. Viljum sjá þær eðlilegar, held að skrekkurinn sé farinn. Auðvitað er þetta risastórt og þær fundu það alveg, geðveik stemning fyrir fyrsta leikinn. Maður fann hana upp í stúku,“ bætti Helena við. „Svo spyr maður sig hvernig Ítalía kemur út úr þessum leik, tapa svona stórt. Fáum við þær kolvitlausar eða pínu brotnar,“ velti Helena fyrir sér. Varðandi mögulegt byrjunarlið í dag „Eins og ég sagði fyrir keppnina, ég gæti alveg trúað því að hann þyrfti að breyta einhverju ef hann vill fá einhverjar sóknarsinnaðri. Mér fannst við stundum full fámennar inn á teig og við þurfum mörk svo hann gæti gert breytingu en ég veit það einfaldlega ekki.“ „Það er erfitt að rýna í það, Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) er fastheldinn og virðist búinn að finna blöndu sem hann er sáttur við. Held hann breyti ekki miklu.“ „Honum fannst hann vera að vinna hann og ég pínulítið skil það. Þegar manni finnst þetta vera að koma því alltaf þegar maður gerir breytingu þá hægist aðeins á, leikmenn þurfa að koma sér inn í leikinn. Ég skildi það en á sama tíma skildi ég að kallað væri eftir skiptingum fyrr. Mögulega þarf þess í dag.“ Þetta skemmtilega innslag frá Englandi má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Helena um leikinn gegn Ítalíu
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira