Svava Kristín Grétarsdóttir er stödd í Manchester á Englandi þar sem leikurinn fer fram. Hún er að taka út stemninguna fyrir leikinn mikilvæga og má sjá beina útsendingu af herlegheitunum hér að neðan.
Sjáðu stemninguna fyrir landsleik Íslands og Ítalíu

Ísland mætir Ítalíu í gríðarlega mikilvægum leik í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 í dag. Íslenska liðið þarf sigur til að eiga raunhæfa möguleika á að komast upp úr riðlinum.
Tengdar fréttir

EM í dag: „Við verðum að fá þessi þrjú stig, við verðum að klára þetta“
„Það eru allir orðnir aðeins stressaðir. Það er alveg ástæða fyrir því, af því við gerðum jafntefli í fyrsta leiknum þá vitum við hvað þessi leikur þýðir,“ sagði Helena Ólafsdóttir, sérlegur sérfræðingur Stöðvar 2 og Vísis, um leik Íslands og Ítalíu á EM.

Þorsteinn treystir Ólafi Inga: „Ég held að Sara viti ekkert um þetta“
Næsti mótherji íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi er Ítalía sem er enn að jafna sig eftir skell í fyrsta leik.

Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf
Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi.