Þjóðareign hinna fáu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. júlí 2022 13:00 Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. Það hvenær aðilar teljast tengdir hefur augljósa þýðingu til að koma í veg fyrir samþjöppun. Það að önnur viðmið gildi í sjávarútvegi hefur líka augljósar afleiðingar. Núna eru tíu stærstu útgerðarfyrirtækin með rúmlega 70% kvótans. Samþjöppunin eykst hratt og hún hefur átt sér stað af þeirri einföldu ástæðu að hún nýtur blessunar ríkisstjórnarinnar. Engin skref hafa verið tekin til að sporna gegn samþjöppun á þeim 5 árum sem ríkisstjórnin hefur haft völd til að bregðast við. Ekkert hefur heldur verið gert til að tryggja rétt þjóðarinnar né til að tryggja raunverulegt auðlindagjald fyrir einkaafnot af auðlindinni. Aðrar reglur um sjávarauðlindina en aðrar náttúruauðlindir Stærsta ósamræmi í lagasetningu, þar sem annað gildir um sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar, varðar hins vegar réttinn til að nýta náttúruauðlindir í þjóðareign. Meginreglan og rauði þráðurinn í lagasetningu er að réttur til að nýta náttúruauðlindir sem eru í þjóðareigu er tímabundinn. Meginreglan er sem sagt tímabundnir samningar. Það rímar við þá hugmynd að aðilar fá rétt til að nýta náttúruauðlindir sem ekki eru í þeirra eigu. Annars hefur þjóðareign enga þýðingu. Í orkulögum er sveitarfélögum til dæmis veitt heimild að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tiltekið tímabil í einu. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er talað skýrt um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er tímamark rekstrarleyfis 16 ár. Og frumvarp ríkisstjórnarinnar sjálfrar um Hálendisþjóðgarð sagði óheimilt að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum nema með tímabundnum samningi. Undantekningin er sjávarútvegurinn. Og afleiðingarnar blasa við. Réttindi til að nýta verðmætin úr sjávarauðlindinni eru ótímabundin. Orðið þjóðareign hefur þess vegna enga raunverulega merkingu. Þjóðareignin er eign hinna fáu, en ekki þjóðarinnar. Ómur fortíðarinnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir núna í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík að áhyggjur af byggðaröskun sé ómur af því sem gerðist í fortíðinni. Það eru sérstök orð. Hann deilir ekki heldur áhyggjum forsætisráðherra af samþjöppun. En þegar við hlustum á umræðuna í samfélaginu af áhyggjum um samþjöppun, ósanngjarna skiptingu verðmætanna í samfélaginu og áhyggjur af því hver ítök stórútgerðarinnar eru á Íslandi verður að spyrja hvers vegna niðurstaðan hefur orðið sú að aðrar reglur gildi um nýtingu á sjávarauðlindinni en um aðrar náttúruauðlindir í þjóðareigu. Hvernig þjónar það almannahagsmunum? Augljósa svarið er að það þjónar alls ekki almannahagsmunum. Ómur fortíðarinnar eru nefnilega ekki áhyggjur fólksins í landinu heldur sú sjávarútvegsstefna sem ríkisstjórnin vinnur eftir. Það eru sjálfar reglurnar sem eru ómur fortíðarinnar. Hin pólitíska spurning er hvers vegna tækifæri til að verja almannahagsmuni hefur ekki verið nýtt? Hvers vegna hefur orðinu þjóðareign ekki verið gefið raunverulegt inntak? Meirihluti á Alþingi fyrir breytingum Þingflokkur Viðreisnar hefur á síðustu árum lagt fram ýmsar tillögur. Frumvarp sem felur í sér kröfur um markaðsskráningu og dreifða eignaraðild stærri fyrirtækja. Með markaðsskráningu næðist fram gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Að skerpt verði á ákvæðum um tengsl fyrirtækja og hámark heildaraflahlutdeildar. Svo þarf að mæta vaxandi samþjöppun með auknum kröfum um dreift eignarhald. Breyta þarf skilgreiningum á tengdum aðilum í sjávarútvegi svo lögin nái utan um raunverulegt eignarhald, eins og var gert með fjármálafyrirtækin eftir hrun. Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram tillögur um markaðsleið í sjávarútvegi og að tímabundnir samningar verði gerðir um auðlindina, eins og um aðrar auðlindir. Síðustu daga hefur verið jákvætt að heyra orð formanna Vinstri grænna og Framsóknar, tveggja forystumanna í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sem hefur áhyggjur af samþjöppun hlýtur að bregðast við. Innviðaráðherra, og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem talar um aukna gjaldtöku sér að sú gjaldtaka myndi nýtast í innviðauppbyggingu í þágu fólksins í landinu. Formennirnir tveir vita líka að það er meirihluti á þinginu fyrir breytingum. Það eina sem þarf er að þau fylgi eftir eigin orðum. Það eina sem þarf er að muna hvert hlutverk stjórnmálanna er: að standa með og verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. Það hvenær aðilar teljast tengdir hefur augljósa þýðingu til að koma í veg fyrir samþjöppun. Það að önnur viðmið gildi í sjávarútvegi hefur líka augljósar afleiðingar. Núna eru tíu stærstu útgerðarfyrirtækin með rúmlega 70% kvótans. Samþjöppunin eykst hratt og hún hefur átt sér stað af þeirri einföldu ástæðu að hún nýtur blessunar ríkisstjórnarinnar. Engin skref hafa verið tekin til að sporna gegn samþjöppun á þeim 5 árum sem ríkisstjórnin hefur haft völd til að bregðast við. Ekkert hefur heldur verið gert til að tryggja rétt þjóðarinnar né til að tryggja raunverulegt auðlindagjald fyrir einkaafnot af auðlindinni. Aðrar reglur um sjávarauðlindina en aðrar náttúruauðlindir Stærsta ósamræmi í lagasetningu, þar sem annað gildir um sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar, varðar hins vegar réttinn til að nýta náttúruauðlindir í þjóðareign. Meginreglan og rauði þráðurinn í lagasetningu er að réttur til að nýta náttúruauðlindir sem eru í þjóðareigu er tímabundinn. Meginreglan er sem sagt tímabundnir samningar. Það rímar við þá hugmynd að aðilar fá rétt til að nýta náttúruauðlindir sem ekki eru í þeirra eigu. Annars hefur þjóðareign enga þýðingu. Í orkulögum er sveitarfélögum til dæmis veitt heimild að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tiltekið tímabil í einu. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er talað skýrt um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er tímamark rekstrarleyfis 16 ár. Og frumvarp ríkisstjórnarinnar sjálfrar um Hálendisþjóðgarð sagði óheimilt að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum nema með tímabundnum samningi. Undantekningin er sjávarútvegurinn. Og afleiðingarnar blasa við. Réttindi til að nýta verðmætin úr sjávarauðlindinni eru ótímabundin. Orðið þjóðareign hefur þess vegna enga raunverulega merkingu. Þjóðareignin er eign hinna fáu, en ekki þjóðarinnar. Ómur fortíðarinnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir núna í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík að áhyggjur af byggðaröskun sé ómur af því sem gerðist í fortíðinni. Það eru sérstök orð. Hann deilir ekki heldur áhyggjum forsætisráðherra af samþjöppun. En þegar við hlustum á umræðuna í samfélaginu af áhyggjum um samþjöppun, ósanngjarna skiptingu verðmætanna í samfélaginu og áhyggjur af því hver ítök stórútgerðarinnar eru á Íslandi verður að spyrja hvers vegna niðurstaðan hefur orðið sú að aðrar reglur gildi um nýtingu á sjávarauðlindinni en um aðrar náttúruauðlindir í þjóðareigu. Hvernig þjónar það almannahagsmunum? Augljósa svarið er að það þjónar alls ekki almannahagsmunum. Ómur fortíðarinnar eru nefnilega ekki áhyggjur fólksins í landinu heldur sú sjávarútvegsstefna sem ríkisstjórnin vinnur eftir. Það eru sjálfar reglurnar sem eru ómur fortíðarinnar. Hin pólitíska spurning er hvers vegna tækifæri til að verja almannahagsmuni hefur ekki verið nýtt? Hvers vegna hefur orðinu þjóðareign ekki verið gefið raunverulegt inntak? Meirihluti á Alþingi fyrir breytingum Þingflokkur Viðreisnar hefur á síðustu árum lagt fram ýmsar tillögur. Frumvarp sem felur í sér kröfur um markaðsskráningu og dreifða eignaraðild stærri fyrirtækja. Með markaðsskráningu næðist fram gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Að skerpt verði á ákvæðum um tengsl fyrirtækja og hámark heildaraflahlutdeildar. Svo þarf að mæta vaxandi samþjöppun með auknum kröfum um dreift eignarhald. Breyta þarf skilgreiningum á tengdum aðilum í sjávarútvegi svo lögin nái utan um raunverulegt eignarhald, eins og var gert með fjármálafyrirtækin eftir hrun. Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram tillögur um markaðsleið í sjávarútvegi og að tímabundnir samningar verði gerðir um auðlindina, eins og um aðrar auðlindir. Síðustu daga hefur verið jákvætt að heyra orð formanna Vinstri grænna og Framsóknar, tveggja forystumanna í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sem hefur áhyggjur af samþjöppun hlýtur að bregðast við. Innviðaráðherra, og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem talar um aukna gjaldtöku sér að sú gjaldtaka myndi nýtast í innviðauppbyggingu í þágu fólksins í landinu. Formennirnir tveir vita líka að það er meirihluti á þinginu fyrir breytingum. Það eina sem þarf er að þau fylgi eftir eigin orðum. Það eina sem þarf er að muna hvert hlutverk stjórnmálanna er: að standa með og verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar