Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 10:01 Regína fær rúmar tvær milljónir króna í grunnlaun en þar að auki 150 þúsund króna ökutækjastyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir símann hennar og net. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. Föst heildarlaun Regínu verða 2.041.250 króna. Hún fær ekki greitt fyrir vinnu utan hefðbundins vinnutíma og seta á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og öðrum nefndarfundum innifalinn í laununum. Launin munu taka breytingum samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar árlega þann 1. júlí. Auk grunnlauna fær Regína ökutækjastyrk sem nemur 158.750 krónum en í ráðningarsamningi er gert ráð fyrir að hún keyri 1.250 kílómetra á mánuði vegna starfsins. Í ofanálag mun Mosfellsbær leggja Regínu til tölvu og farsíma og greiða farsímakostnað hennar. Regína tekur við starfi bæjarstjóra af Haraldi Sverrissyni sem var bæjarstjóri Mosfellsbæjar frá 2007 þar til nú. Í ráðningarsamningi Haraldar frá 2018 voru laun hans í samræmi við úrskurð kjararáðs um laun ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis. Laun hans námu þá rétt tæplega tveimur milljónum, eða 1.947.493 krónum á mánuði þegar yfirvinna og ökutækjastyrku bættust við grunnlaun. Regína hefur áður gegnt starfi bæjarstjóra en ekki í Mosfellsbæ heldur Akranesi. Þá vann hún síðast sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Mosfellsbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
Föst heildarlaun Regínu verða 2.041.250 króna. Hún fær ekki greitt fyrir vinnu utan hefðbundins vinnutíma og seta á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og öðrum nefndarfundum innifalinn í laununum. Launin munu taka breytingum samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar árlega þann 1. júlí. Auk grunnlauna fær Regína ökutækjastyrk sem nemur 158.750 krónum en í ráðningarsamningi er gert ráð fyrir að hún keyri 1.250 kílómetra á mánuði vegna starfsins. Í ofanálag mun Mosfellsbær leggja Regínu til tölvu og farsíma og greiða farsímakostnað hennar. Regína tekur við starfi bæjarstjóra af Haraldi Sverrissyni sem var bæjarstjóri Mosfellsbæjar frá 2007 þar til nú. Í ráðningarsamningi Haraldar frá 2018 voru laun hans í samræmi við úrskurð kjararáðs um laun ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis. Laun hans námu þá rétt tæplega tveimur milljónum, eða 1.947.493 krónum á mánuði þegar yfirvinna og ökutækjastyrku bættust við grunnlaun. Regína hefur áður gegnt starfi bæjarstjóra en ekki í Mosfellsbæ heldur Akranesi. Þá vann hún síðast sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Mosfellsbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira