Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júlí 2022 18:55 Guðjón Sigurðsson segir það vera sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni þar sem ekki sé aðgengi fyrir fólk í hjólastól að komast út í Viðey. Vísir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. „Að vera skilinn eftir á bryggjunni og horfa á eftir niðurgreiddri ferjunni sigla án okkar út í Viðey er sárt, það svíður. Það gerist fyrir hjólastólanotendur í hvert sinn sem Reykjavíkurborg heldur niðurgreiddan viðburð þar, auglýstan fyrir alla, en er bara fyrir suma,“ segir í tilkynningu frá Guðjóni. Hann hafi beðið eftir úrbætum í átján ár en ekkert gerst. Allir borgarstjórar á þeim tíma, sem og Faxaflóahafnir, hafi lofað að bæta aðgengið, en ekkert gerist. Þolinmæðin sé að þrotum komin. „Á vef borgarinnar um aðgengisleysi að Viðey er ein skýringin sú að vegna flóðs og fjöru sé erfitt um aðgengi að eyjunni. Síðan ég óskaði fyrst eftir aðgengi að Viðey hef ég farið til: Vestmannaeyja, Flatey á Skjálfanda þar sem vissulega gætir sjávarfalla, auk þess fór ég á Kínamúrinn og félagar mínir skoðuðu Akrapolis í Grikklandi um daginn. Að eitthvað sé ekki hægt er bara bull og viljaleysi,“ segir Guðjón. Hann bendir á að í Viðey séu tvö salerni hjólastólamerkt og því vanti nú bara leið fyrir notendur þeirra að komast á svæðið. „Metnaðarleysi Faxaflóahafna og Reykjavíkur er algert þegar kemur að aðgengismálum,“ segir Guðjón og kallar eftir aðgerðum strax. „Sýndarmennskan er alger.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Viðey Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Að vera skilinn eftir á bryggjunni og horfa á eftir niðurgreiddri ferjunni sigla án okkar út í Viðey er sárt, það svíður. Það gerist fyrir hjólastólanotendur í hvert sinn sem Reykjavíkurborg heldur niðurgreiddan viðburð þar, auglýstan fyrir alla, en er bara fyrir suma,“ segir í tilkynningu frá Guðjóni. Hann hafi beðið eftir úrbætum í átján ár en ekkert gerst. Allir borgarstjórar á þeim tíma, sem og Faxaflóahafnir, hafi lofað að bæta aðgengið, en ekkert gerist. Þolinmæðin sé að þrotum komin. „Á vef borgarinnar um aðgengisleysi að Viðey er ein skýringin sú að vegna flóðs og fjöru sé erfitt um aðgengi að eyjunni. Síðan ég óskaði fyrst eftir aðgengi að Viðey hef ég farið til: Vestmannaeyja, Flatey á Skjálfanda þar sem vissulega gætir sjávarfalla, auk þess fór ég á Kínamúrinn og félagar mínir skoðuðu Akrapolis í Grikklandi um daginn. Að eitthvað sé ekki hægt er bara bull og viljaleysi,“ segir Guðjón. Hann bendir á að í Viðey séu tvö salerni hjólastólamerkt og því vanti nú bara leið fyrir notendur þeirra að komast á svæðið. „Metnaðarleysi Faxaflóahafna og Reykjavíkur er algert þegar kemur að aðgengismálum,“ segir Guðjón og kallar eftir aðgerðum strax. „Sýndarmennskan er alger.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Viðey Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira