Handbolti

Íslenska landsliðið fer á HM eftir sigur gegn Ítölum

Atli Arason skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæsti leikmaður Íslands í leiknum með átta mörk.
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæsti leikmaður Íslands í leiknum með átta mörk. Mynd/handbolti.is

Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann 11 marka stórsigur á Ítalíu í lokaleik sínum á Evrópumóti yngri landsliða fyrr í dag, 45-34.

Íslensku strákarnir byrjuðu af krafti og unnu fyrri hálfleikinn örugglega með átta mörkum, 23-15.

Ísland náði mest 15 stiga forystu í leiknum í tvígang og var því aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokatölur 45-34.

Ísland lýkur því Evrópumótinu í 11. sæti en efstu 11 sætin gefa þátttökurétt á HM 2023 í Þýskalandi og Grikklandi.

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í liði Íslands með 8 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×