Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 18:34 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. Í áformum ráðherrans sem birt voru í samráðsgátt fyrir helgi kemur fram að til standi að leggja fram frumvarp í haust sem lýtur að afnámi refsingar fyrir vörslu neysluskammta í einstaka tilvikum fyrir tiltekinn hóp, þá veikasta hópinn. Þetta vakti upp hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingflokksformanni Pírata sem sagði þetta stórgallaða hugmynd. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra áréttar þó að vinnan standi enn yfir og ekkert sé ákveðið. Um sé að ræða stórt lýðheilsumál með marga þætti sem þurfi að huga að. „Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að það liggur ekki fyrir neitt frumvarp, né kannski það sem hefur staðið í þinginu og löggjafanum hingað til sem er skilgreining neysluskammta, það hefur svona strandað meðal annars á því,“ segir Willum. Ráðherrann skipaði því starfshóp fyrr á árinu til að fjalla um málið. „Þetta var sett í mun breiðara samráð heldur en áður því að ítrekað hefur þetta ekki fengið framgang þetta mál, enda á það sér mjög margar hliðar,“ segir hann en í þeim hóp eiga meðal annars fulltrúar Rauða krossins, SÁÁ, notenda, lögreglu og dómsmálaráðuneytis aðkomu. „Nú er það bara þannig að til þess að eiga möguleika á að koma einhverju kláruðu verki, frumvarpi og þá ef til vill reglugerð, þá er hægt að flýta aðeins fyrir því og koma þessu í samráðsgáttina núna og segja frá vinnu hópsins og hvað hópurinn er að fást við,“ segir hann enn fremur. Snúin staða sem ræða þurfi frekar Meðal þeirra gagnrýni sem hefur borist er að það stangist á við lög að veita ákveðnum hópi réttindi, sem væri þá að refsa þeim ekki fyrir vörslu fíkniefna, en öðrum ekki. Willum segir ekki enn ákveðið hvernig það verði leyst og að mögulega hafi verið gengið of langt í gagnrýni á þann þátt. „Það er auðvitað alveg hárrétt sem hefur komið fram, þetta er mjög snúið og ekki einfalt í lögum, enda verðum við öll að vera jöfn fyrir lögunum og það er enginn ágreiningur um það,“ segir hann. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að starfshópurinn hafi ákveðið að notast ekki við fyrra heiti frumvarpsins, um afglæpavæðingu neysluskammta, heldur frekar afnám refsingar. Einhverjir hafa túlkað það sem svo að þar með muni fyrri frumvörp ekki koma aftur fram. „Ég held að við eigum ekki að láta nafnagift á frumvarpi mögulega trufla okkur í því. Verkefnin og markmiðið eru held ég flest allir sammála um og svo eru það úrlausnarefni sem munu ekki liggja fyrir fyrr en það kemur frumvarp og reglugerð,“ segir Willum. Bíða þurfi eftir niðurstöðum starfshópsins áður en það verði rætt hvort afnema skuli refsingu fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. „Við skulum bara leyfa verkefnahópnum að finna út úr því, það er bara erfitt að segja til um það þegar sú útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Willum. En þú slærð það ekki út af borðinu? „Nei alls ekki, það er í rauninni bara verkefni þessa hóps,“ segir hann. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Í áformum ráðherrans sem birt voru í samráðsgátt fyrir helgi kemur fram að til standi að leggja fram frumvarp í haust sem lýtur að afnámi refsingar fyrir vörslu neysluskammta í einstaka tilvikum fyrir tiltekinn hóp, þá veikasta hópinn. Þetta vakti upp hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingflokksformanni Pírata sem sagði þetta stórgallaða hugmynd. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra áréttar þó að vinnan standi enn yfir og ekkert sé ákveðið. Um sé að ræða stórt lýðheilsumál með marga þætti sem þurfi að huga að. „Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að það liggur ekki fyrir neitt frumvarp, né kannski það sem hefur staðið í þinginu og löggjafanum hingað til sem er skilgreining neysluskammta, það hefur svona strandað meðal annars á því,“ segir Willum. Ráðherrann skipaði því starfshóp fyrr á árinu til að fjalla um málið. „Þetta var sett í mun breiðara samráð heldur en áður því að ítrekað hefur þetta ekki fengið framgang þetta mál, enda á það sér mjög margar hliðar,“ segir hann en í þeim hóp eiga meðal annars fulltrúar Rauða krossins, SÁÁ, notenda, lögreglu og dómsmálaráðuneytis aðkomu. „Nú er það bara þannig að til þess að eiga möguleika á að koma einhverju kláruðu verki, frumvarpi og þá ef til vill reglugerð, þá er hægt að flýta aðeins fyrir því og koma þessu í samráðsgáttina núna og segja frá vinnu hópsins og hvað hópurinn er að fást við,“ segir hann enn fremur. Snúin staða sem ræða þurfi frekar Meðal þeirra gagnrýni sem hefur borist er að það stangist á við lög að veita ákveðnum hópi réttindi, sem væri þá að refsa þeim ekki fyrir vörslu fíkniefna, en öðrum ekki. Willum segir ekki enn ákveðið hvernig það verði leyst og að mögulega hafi verið gengið of langt í gagnrýni á þann þátt. „Það er auðvitað alveg hárrétt sem hefur komið fram, þetta er mjög snúið og ekki einfalt í lögum, enda verðum við öll að vera jöfn fyrir lögunum og það er enginn ágreiningur um það,“ segir hann. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að starfshópurinn hafi ákveðið að notast ekki við fyrra heiti frumvarpsins, um afglæpavæðingu neysluskammta, heldur frekar afnám refsingar. Einhverjir hafa túlkað það sem svo að þar með muni fyrri frumvörp ekki koma aftur fram. „Ég held að við eigum ekki að láta nafnagift á frumvarpi mögulega trufla okkur í því. Verkefnin og markmiðið eru held ég flest allir sammála um og svo eru það úrlausnarefni sem munu ekki liggja fyrir fyrr en það kemur frumvarp og reglugerð,“ segir Willum. Bíða þurfi eftir niðurstöðum starfshópsins áður en það verði rætt hvort afnema skuli refsingu fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla. „Við skulum bara leyfa verkefnahópnum að finna út úr því, það er bara erfitt að segja til um það þegar sú útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Willum. En þú slærð það ekki út af borðinu? „Nei alls ekki, það er í rauninni bara verkefni þessa hóps,“ segir hann.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13 Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15. júlí 2022 16:13
Rúmlega helmingur hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“ 5. apríl 2022 10:53
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51