Erlent

Hundur hljóp á veginn og felldi kepp­endur í Tour de France

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hundur í eigu hjólreiðamannsins Hugo Hofstetter. Þetta er ekki sökudólgurinn.
Hundur í eigu hjólreiðamannsins Hugo Hofstetter. Þetta er ekki sökudólgurinn. Getty/Tim de Waele

Hundur hljóp í veg fyrir keppendur Tour de France hjólreiðakeppninnar í vikunni og tafði fjölda keppenda. Tveir féllu af hjólum sínum vegna hundsins.

Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn þegar keppendur voru nýlagðir af stað. Í myndbandi sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést þegar hundurinn ætlar að rölta yfir veginn í rólegheitunum. Hann virðist ekki átta sig á því að hundruð hjólreiðamanna stefna beint í áttina að honum.

Hann áttar sig loks á því hvað hann hefur komið sér út í. Hann reynir að snúa við en það gengur ekki. Hundurinn var á götunni í um það bil tuttugu sekúndur og virðist hann hafa sloppið ómeiddur frá þessu atviki.

Lampaert hlaut stærðarinnar sár á aftanvert lærið.Getty/Tim de Waele

Tveir féllu af hjólum sínum á meðan hundurinn var á veginum, meðal annars Yves Lampaert. Hann hlaut stórt sár á lærið en eftir atvikið var hann með skýr skilaboð til hundaeigenda.

„Vinsamlegast haldið þið hundunum ykkar heima!,“ skrifaði hann á Instagram-síðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×