Í útrýmingarhættu fyrir 70 árum en nú í stórsókn í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:13 Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins og íslenski fjárhundurinn hennar, Dranga Kappa Keisari. Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag með fjölbreyttri dagskrá um allt land. Forsvarsmaður segir alþjóðlegan aðdáendahóp tegundarinnar fara sístækkandi - enda hundarnir þeir bestu í heimi, að hennar sögn. Aðalfjörið í dag verður á Árbæjarsafni frá klukkan eitt til fimm, þar sem tólf íslenskir fjárhundar munu gleðja gesti og gangandi. Aðeins mennskir gestir eru þó velkomnir á safnið, segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins. „Eins og það væri gaman að allir gætu kíkt með íslenska fjárhundinn sinn á okkur þá bara því miður er það ekki í boði. En öllum velkomið að koma hundlausum og kíkja á þessa skemmtilegu hunda sem verða þarna og sýna jafnvel einhverjar skemmtilegar listir í dag,“ segir Sóley. Þá verður viðburður í Glaumbæ í Skagafirði. „Síðan verða göngur hingað og þangað um landið og í rauninni fólk úti um allt með íslensku fjárhundana sína að vekja athygli á tegundinni.“ Brosandi með dillandi skott Dagskrá verður einnig á netinu, þar sem hægt er að nálgast ýmis erindi, einkum fyrir erlenda velunnara íslenska fjárhundsins. Sóley segir áhuga á tegundinni einmitt hafa aukist mjög síðustu ár úti í heimi. „Það hefur sérstaklega verið mikill áhugi á tegundinni í Skandinavíu, og sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, og vissulega á fleiri stöðum í Evrópu. Og síðan er hún að vinna sér inn töluverðan aðdáendahóp í Bandaríkjunum líka. Þannig að tegundin er að verða þokkalega eftirsótt um allan heim. Sem er náttúrulega frábært ef maður horfir til þess að fyrir um sjötíu árum síðan var tegundin svo gott sem í útrýmingarhættu.“ Sjálf á Sóley íslenska fjárhundinn Dranga Kappa Keisara, 6 ára, og hún er ekki í vafa um að tegundin sé sú besta í heimi. „Þeir eru mjög sjálfstæðir en virkilega húsbóndahollir, skemmtilegir í vinnu og alltaf glaðir, með dillandi skottið og taka brosandi á móti þér.“ Dýr Hundar Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Aðalfjörið í dag verður á Árbæjarsafni frá klukkan eitt til fimm, þar sem tólf íslenskir fjárhundar munu gleðja gesti og gangandi. Aðeins mennskir gestir eru þó velkomnir á safnið, segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir forsvarsmaður vinnuhóps Dags íslenska fjárhundsins. „Eins og það væri gaman að allir gætu kíkt með íslenska fjárhundinn sinn á okkur þá bara því miður er það ekki í boði. En öllum velkomið að koma hundlausum og kíkja á þessa skemmtilegu hunda sem verða þarna og sýna jafnvel einhverjar skemmtilegar listir í dag,“ segir Sóley. Þá verður viðburður í Glaumbæ í Skagafirði. „Síðan verða göngur hingað og þangað um landið og í rauninni fólk úti um allt með íslensku fjárhundana sína að vekja athygli á tegundinni.“ Brosandi með dillandi skott Dagskrá verður einnig á netinu, þar sem hægt er að nálgast ýmis erindi, einkum fyrir erlenda velunnara íslenska fjárhundsins. Sóley segir áhuga á tegundinni einmitt hafa aukist mjög síðustu ár úti í heimi. „Það hefur sérstaklega verið mikill áhugi á tegundinni í Skandinavíu, og sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, og vissulega á fleiri stöðum í Evrópu. Og síðan er hún að vinna sér inn töluverðan aðdáendahóp í Bandaríkjunum líka. Þannig að tegundin er að verða þokkalega eftirsótt um allan heim. Sem er náttúrulega frábært ef maður horfir til þess að fyrir um sjötíu árum síðan var tegundin svo gott sem í útrýmingarhættu.“ Sjálf á Sóley íslenska fjárhundinn Dranga Kappa Keisara, 6 ára, og hún er ekki í vafa um að tegundin sé sú besta í heimi. „Þeir eru mjög sjálfstæðir en virkilega húsbóndahollir, skemmtilegir í vinnu og alltaf glaðir, með dillandi skottið og taka brosandi á móti þér.“
Dýr Hundar Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira