Áreksturinn varð ofarlega á Kópavogsbraut, nálægt Hamraborginni. Reyndi bílstjóri Volkswagen jeppa að koma sér af vettvangi en staðnæmdist neðar á Kópavogsbraut.
Samkvæmt upplýsingum frá vitnum á vettvangi var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn eftir áreksturinn og hann sagður hafa meðal annars reynt að skipta við farþega bílsins, unga stúlku, um sæti í bílnum. Hafi maðurinn að auki virst í annarlegu ástandi.
Lögreglan í Kópavogi gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað.

