Íþrótt sem fer sístækkandi í Bandaríkjunum og byrjar vel á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 06:26 Í efra vinstra horninu má sjá spaða og bolta sem notast er við til að spila leikinn. Neðar á myndinni má sjá háskólanemana fjóra sem ferðuðust hingað til lands til þess að kynna landanum leikinn. Í efra hægra horninu má sjá algjöran byrjanda í sportinu reyna sitt besta. Vísir/Bjarni Íþrótt sem fer ört vaxandi í Bandaríkjunum hefur fengið góðar viðtökur hér á landi og hafa útsendarar hennar ferðast um til að boða fagnaðarerindið. Íþróttin er auðlærð og aðgengileg en æfingin skapar þó meistarann. Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni. Reykjavík Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni.
Reykjavík Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira