Komu örmagna kóp til bjargar við Reykjarvíkurhöfn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:29 Kvöldganga Sigríðar endaði með björgunaraðgerð úti á Granda. Sigríður Kristinsdóttir Örmagna kóp með öngul í munni var komið til bjargar af vegfarendum á Granda í gærkvöldi. Annar þeirra, Sigríður Kristinsdóttir segist í fyrstu hafa haldið að móðurlaus kópurinn væri dauður en þegar svo reyndist ekki vera var kópnum komið í hendur næturvaktar Húsdýragarðsins. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir Dýr Reykjavík Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir
Dýr Reykjavík Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira