Víti Dagnýjar skilaði sjö milljónum en Ísland rétt missti af mun hærri upphæð Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 09:31 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir daprar í bragði í leikslok eftir jafnteflið við Frakkland í gærkvöld. Eitt mark í viðbót hefði skilað Íslandi í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann sér inn verðlaunafé frá UEFA í öllum þremur leikjum sínum á EM. Liðið vann sér samtals inn rúmlega 100 milljónir króna með því að komast á EM og gera þar þrjú jafntefli. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tvöfaldaði verðlaunaféð frá því á EM í Hollandi árið 2017 fyrir mótið í Englandi í ár. Fyrir það að komast á EM fékk Ísland eins og önnur lið 600.000 evrur, sem í dag jafngildir um 83 milljónum króna. Fyrir hvert jafntefli fékk Ísland svo 50.000 evrur eða samtals 150.000 evrur, eftir 1-1 jafntefli við Belgíu, Ítalíu og Frakkland. Þó að vítaspyrna Dagnýjar Brynjarsdóttur seint í uppbótartíma gegn Frökkum í gær hafi ekki dugað til að skila Íslandi í 8-liða úrslit var hún því engu að síður sjö milljóna króna virði. Ísland varð fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni án þess að tapa leik en hefði liðið komist áfram í 8-liða úrslit hefði það skilað liðinu 205.000 evrum til viðbótar, eða jafnvirði rúmlega 28 milljóna króna. Þýskaland og England unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á EM og skilaði það hvoru liði því 300.000 evrum. Ef annað liðið verður Evrópumeistari mun það samtals hafa unnið sér inn 2.085.000 evrur í verðlaunafé frá UEFA, eða jafnvirði um 290 milljóna króna. Sú upphæð er þó enn langtum lægri en er í boði á EM karla en fyrir að komast á síðasta Evrópumót karla fengust 9.250.000 evrur og sigurvegarinn gat mest fengið 34.000.000 evra í sinn hlut, eða rúmlega 16 sinnum hærri upphæð en Evrópumeistarar kvenna.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira