Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. júlí 2022 15:29 Björn Þorláksson lagði Umhverfisstofnun fyrir Héraðsdómi í síðasta mánuði en nú hefur ríkið áfrýjað. Vísir/Aðsend Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Birni, sem er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofu, tæpar sjö milljónir króna fyrir tæpum mánuði síðan, vegna uppsagnar hans á síðasta ári. Björn segir í samtali við fréttastofu að málið hafa byrjað þegar hann var í veikindaleyfi vegna slyss sem hann lenti í á sama tíma og nýr forstjóri, Sigrún Ágústsdóttir, tók við. „Það fara skrítnir hlutir að gerast áður en ég mæti til vinnu. Þegar ég mæti þá liggur í loftinu að það eru miklar breytingar fram undan og það er allt í lagi með það,“ segir Björn en hann og Sigrún náðu ekki vel saman. Hann segist hafa verið tilbúinn í viðræður um breytingu á sínu starfi en þess í stað var hann skyldaður í starfsmat um aðra stöðu sem til stóð að búa til. Björn segir að honum hafi verið tjáð að ef hann tæki ekki þátt í því væri litið á það sem svo að hann hefði sagt upp. Síðan hafi Umhverfisstofnun notað umrætt mat sem ástæðu til að leggja starf hans sem upplýsingafulltrúi niður og segja honum upp. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Áfrýjunin mikil vonbrigði „Með þessu þá liggur fyrir, samkvæmt héraðsdómi, að með kolólöglegum hætti hafi þau bolað mér burt úr starfi. Ég hefði talið að þegar þessi langa raunar saga, þegar henni líkur fyrir héraðsdómi og forstjóri Umhverfisstofnunar augljóslega með allt niður um sig í ákvörðunartöku, þá hefði ég talið að það væri kannski nóg komið,“ segir Björn. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur nú áfrýjað dómi héraðsdóms en Björn segist ekki vera hræddur. Það séu þó vonbrigði að stofnunin skuli ekki átta sig á því að brotið hafi verið á rétti Björns. Hann spyr hversu lengi ríkið geti „pönkast lengi og illa á einstaklingum með lögbrotum og ömurlegri framkomu.“ Hann sé þó viss um að dómsniðurstaðan breytist ekki. „Það eru mikil vonbrigði að forstjóri Umhverfisstofnunar hafi misst af því tækifæri að taka sér tak og horfast í augu við gjörðir sínar. Þannig í þessu ljósi þá eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Björn. Almannafé í vitleysu Björn segist ekki hafa viljað lúffað og látið sig hverfa með skottið á milli lappanna. Hann þekki sinn rétt og hefur hlotið stuðning frá stéttarfélaginu. „Skyldur og réttindi opinberra starfsmanna eru vel vernduð með lögum og henni mátti kannski ljóst vera, henni Sigrúnu Ágústsdóttur, að þessi stjórnsýsla, þessi ólíðandi brotlega stjórnsýsla, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, að hún hefði einhverjar afleiðingar. Nú er búið að dæma þær afleiðingar,“ segir Björn. Hann spyr hvort það sé rétt að eyða almannafé í „svona vitleysu“, eins og hann kallar málið. Þetta sé enn annar kafli í ofbeldissögu ríkisstofnanna gegn einstaklingum. „Viljum við að fé okkar sé eytt með þessum hætti. Eða kann að vera að forstjóri Umhverfisstofnunar sé að kaupa sér dálítinn frið í starfi á meðan málið er fyrir dómsstólum?,“ segir Björn. Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Birni, sem er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofu, tæpar sjö milljónir króna fyrir tæpum mánuði síðan, vegna uppsagnar hans á síðasta ári. Björn segir í samtali við fréttastofu að málið hafa byrjað þegar hann var í veikindaleyfi vegna slyss sem hann lenti í á sama tíma og nýr forstjóri, Sigrún Ágústsdóttir, tók við. „Það fara skrítnir hlutir að gerast áður en ég mæti til vinnu. Þegar ég mæti þá liggur í loftinu að það eru miklar breytingar fram undan og það er allt í lagi með það,“ segir Björn en hann og Sigrún náðu ekki vel saman. Hann segist hafa verið tilbúinn í viðræður um breytingu á sínu starfi en þess í stað var hann skyldaður í starfsmat um aðra stöðu sem til stóð að búa til. Björn segir að honum hafi verið tjáð að ef hann tæki ekki þátt í því væri litið á það sem svo að hann hefði sagt upp. Síðan hafi Umhverfisstofnun notað umrætt mat sem ástæðu til að leggja starf hans sem upplýsingafulltrúi niður og segja honum upp. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Áfrýjunin mikil vonbrigði „Með þessu þá liggur fyrir, samkvæmt héraðsdómi, að með kolólöglegum hætti hafi þau bolað mér burt úr starfi. Ég hefði talið að þegar þessi langa raunar saga, þegar henni líkur fyrir héraðsdómi og forstjóri Umhverfisstofnunar augljóslega með allt niður um sig í ákvörðunartöku, þá hefði ég talið að það væri kannski nóg komið,“ segir Björn. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur nú áfrýjað dómi héraðsdóms en Björn segist ekki vera hræddur. Það séu þó vonbrigði að stofnunin skuli ekki átta sig á því að brotið hafi verið á rétti Björns. Hann spyr hversu lengi ríkið geti „pönkast lengi og illa á einstaklingum með lögbrotum og ömurlegri framkomu.“ Hann sé þó viss um að dómsniðurstaðan breytist ekki. „Það eru mikil vonbrigði að forstjóri Umhverfisstofnunar hafi misst af því tækifæri að taka sér tak og horfast í augu við gjörðir sínar. Þannig í þessu ljósi þá eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Björn. Almannafé í vitleysu Björn segist ekki hafa viljað lúffað og látið sig hverfa með skottið á milli lappanna. Hann þekki sinn rétt og hefur hlotið stuðning frá stéttarfélaginu. „Skyldur og réttindi opinberra starfsmanna eru vel vernduð með lögum og henni mátti kannski ljóst vera, henni Sigrúnu Ágústsdóttur, að þessi stjórnsýsla, þessi ólíðandi brotlega stjórnsýsla, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, að hún hefði einhverjar afleiðingar. Nú er búið að dæma þær afleiðingar,“ segir Björn. Hann spyr hvort það sé rétt að eyða almannafé í „svona vitleysu“, eins og hann kallar málið. Þetta sé enn annar kafli í ofbeldissögu ríkisstofnanna gegn einstaklingum. „Viljum við að fé okkar sé eytt með þessum hætti. Eða kann að vera að forstjóri Umhverfisstofnunar sé að kaupa sér dálítinn frið í starfi á meðan málið er fyrir dómsstólum?,“ segir Björn.
Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41
Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59