Ýmislegt hefur gengið á í tengslum við Nord 1 gasleiðsluna en til dæmis má nefna að samband Úkraínu og Þýskalands hefur verið viðkvæmt vegna þess hve mikið Þýskaland reiðir sig á orku frá Rússlandi. Löndin hafa í þessum efnum deilt um rússneska túrbínu sem hefur gengist undir viðgerðir í Kanada. Túrbínan var í eigu Gazprom.
Kanadísk yfirvöld ákváðu að skila túrbínunni til Þýskalands og sögðu yfirvöld Úkraínu það gera lítið úr refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi en Þýskaland hefur átt við mikinn skort á gasi.
Óttast er að Vladímír Pútín Rússlandsforseti muni nota fyrrnefnda árlega lokun á leiðslunni til þess að refsa löndum Evrópu fyrir mótmæli þeirra gegn innrás Rússlands í Úkraínu. Ekki sé verið að nýta aðrar leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu og Pólland eins og áður hefur verið gert. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times.
Uniper, stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi hefur tapað tugum milljónum evra síðan Rússland lokaði fyrir gas til Þýskalands í síðasta mánuði og er fyrirtækið á barmi gjaldþrots.