Þakkir frá Okkar Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2022 11:31 Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir hönd Okkar Hveragerðis vil ég þakka kjósendum í Hveragerði kærlega fyrir það mikla traust sem þeir sýndu framboðinu í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí s.l. Árangur Okkar Hveragerðis er því að þakka að Hvergerðingar hafa trú á okkur og þeim stefnumálum sem við berjumst fyrir. Þetta er í annað skipti sem Okkar Hveragerði, sem er óháð stjórnmálaafl, býður fram til sveitarstjórnarkosninga og það er nú orðið stærsta stjórnmálaaflið í Hveragerði með tæplega 40% fylgi, aukningu um 7% atkvæða og einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar í sögulegu samhengi þá er þetta einungis í annað skipti á síðustu 40 árum sem tvö framboð mynda meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis. Síðustu 11 kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sjö sinnum með hreinan meirihluta og hefur aðeins einu sinni fengið verri útkomu, ef niðurstöður alveg frá miðri síðustu öld eru skoðaðar. Kosningarnar 14. maí s.l. voru því sögulegar á margan hátt. Ákall um breytingar Niðurstaða kosninganna var skýr yfirlýsing íbúa um breytingar. Kjörtímabilið er rétt að byrja og við erum mætt til starfa. Samstarfið milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar er gott og hreinskiptið og við höfum látið hendur standa fram úr ermum þær sjö vikur sem liðnar eru frá því að meirihlutinn tók formlega til starfa. Okkar Hveragerði lagði fram 150 daga áætlun fyrir kosningar með tíu málefnum sem við ætluðum okkur að koma í framkvæmd og skemmtilegt er að segja frá því að sjö af þessum tíu málefnum hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd eða komið í ferli. Við erum svo sannarlega reiðubúin til að vinna ötullega í þágu og í samvinnu við bæjarbúa með hagsmuni þeirra að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fyrstu sjö vikurnar Ráðning bæjarstjóra á faglegum forsendum var eitt helsta áhersluatriði okkar fyrir kosningar og þann 1. ágúst kemur Geir Sveinsson til með að hefja störf sem bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúakönnunum, annars vegar um staðsetningu ærslabelgs og hinsvegar um staðsetningu grenndargáma. Íbúar völdu ærslabelgnum sama stað og áður og er þegar búið að semja við framkvæmdaraðila um uppsetningu hans. Íbúakönnun vegna grenndargáma er að ljúka og verður uppsetningu hrint í framkvæmd um leið og niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir. Búið er að samþykkja lækkun leikskólagjalda fyrir öll leikskólabörn og jafnframt er verið að leita að bráðabirgðalausn svo öll 12 mánaða börn fái inngöngu á leikskóla strax í haust. Hönnun á nýjum leikskóla við Hrauntungu í Kambalandi er farin af stað og unnið er að því að áfangar 3 og 4 í stækkun grunnskólans verði byggðir samhliða í ljósi fyrirséðrar þarfar vegna íbúafjölgunar og er hönnun þeirra í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um ráðningu þroskaþjálfa til að sinna málefnum fatlaðs fólks, taka ákvörðun um að fara í úttekt á rekstri bæjarins í samstarfi og samvinnu við nýjan bæjarstjóra. Málefni Hamarshallarinnar hafa verið fyrirferðarmikil í vinnu nýs meirihluta síðustu vikur og hefur málið verið skoðað frá mörgum hliðum með það að markmiði að taka ákvörðun sem er hagkvæm fyrir bæjarfélagið og íbúa til langs tíma. Tekin var ákvörðun á síðasta bæjarstjórnarfundi að fara af stað með hönnunarhóp og í framhaldi af þeirri vinnu verður farið í að útbúa útboðsgögn fyrir byggingu úr föstu efni sem mun rísa á grunni Hamarshallarinnar. Þá hefur meirihlutinn átt fundi með fjárfestum og verktökum sem áhuga hafa á frekari uppbyggingu í Hveragerði, þar má til dæmis nefna að undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli þróunarfélags HNLFÍ og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu rúmlega þúsund íbúða byggðar sem mun hafa sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi í svokölluðu Sólborgarlandi. Þetta er einungis brot af því sem nýr meirihluti hefur verið að vinna að og því er glögglega hægt að sjá að ekkert okkar hefur setið auðum höndum undanfarnar vikur. Öflugt samfélag Það er mikill heiður að fá að gegna forystuhlutverki í bæjarstjórn Hveragerðis. Samfélagið okkar er öflugt með kraftmikið og hugmyndaríkt fólk á öllum sviðum sem brennur fyrir Hveragerði og vill láta gott af sér leiða. Tækifærin í Hveragerði eru á hverju horni og framtíðin er björt. Ég hlakka til að vinna að málefnum Hvergerðinga, með þeim og fyrir þá. Horfum til framtíðar. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis og formaður bæjarráðs.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun