Erlent

Bann­on sekur um van­virðingu gegn þinginu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bannon í dag áður en niðurstaða kviðdómsins var lesin upp.
Bannon í dag áður en niðurstaða kviðdómsins var lesin upp. EPA/Shawn Thew

Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár.

Kviðdómur í Washington D.C. komst að þeirri niðurstöðu rétt í þessu að Bannon hafi gerst sekur um vanvirðingu gegn þinginu í sambandi við áhlaupið á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar árið 2021.

Hann var ákærður í fyrra fyrir að hafa ekki unnið með yfirvöldum í Bandaríkjunum þegar þingið rannsakaði atburðina fyrir áhlaupið. BBC segir að Bannon hafi á þeim tíma verið óopinber ráðgjafi Trump.

„Kerfið okkar virkar bara ef fólk mætir, það mætir bara ef fólk spilar eftir reglunum og það virkar bara ef fólk er látið taka ábyrgð á gjörðum sínum þegar það vill það ekki,“ sagði Molly Gaston, lögfræðingur, í dómsal í dag.

Eins og segir hér fyrir ofan þá komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur en refsing hans hefur ekki verið ákveðin.


Tengdar fréttir

Bann­on gefur sig fram við lög­reglu

Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum.

Þingmenn vilja ákæra Bannon

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna.

Stefna nánum banda­mönnum Trump vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins.

Trump náðaði Steve Bannon

Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var að náða Steve Bannon sem var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í Hvíta húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×