RÚV greinir frá þessu en samkvæmt frétt þeirra tók vélin á loft frá flugvellinum klukkan tuttugu mínútur í sjö í kvöld. Klukkan sjö hafi vélin síðan sent frá sér neyðarkall.
Flugturn flugvallarins kallaði út aðstoð í gegnum neyðarlínuna og var slökkvilið kallað til. Nú er unnið að því að staðsetja vélina sem lenti á óbyggðu svæði í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum.
Uppfært klukkan 21:21:
Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir komnir í þyrlu og verið er að flytja þá frá slysstað.