Fótbolti

Ísak Bergmann kom sterkur inn af bekknum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði þriðja og síðasta mark FC København í leiknum. 
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði þriðja og síðasta mark FC København í leiknum.  Vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson lagði upp eitt marka FC København þegar liðið náði í sín fyrstu stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. FC København hefur titil að verja á nýhafinni leiktíð. 

FC København hafði betur gegn AaB með þremur mörkum gegn einu í annarri umferð deildarinnar í dag en það var Viktor Claesson sem skoraði fyrstu tvö mörk Kaupmannahafnarliðsins í leiknum. 

Hákon Arnar spilaði 72 mínútur inni á miðsvæðinu en sveitungi hans af Skaganum, Ísak Bergmenn Jóhennesson, kom inn á hægri vænginn í hálfleik. 

Hákon Arnar Haraldsson lék framarlega á miðjunni hjá FC København.Vísir/Getty

Ísak Bergmann innsiglaði sigur FC København í uppbótartíma leiksins en Claesson kórónaði góðan leik sinn með því að leggja upp mark íslenska landsliðsmannsins. 

Orri Steinn Óskarsson var svo á varamannabekk FC København en þetta er í fyrsta skipti sem hann er í leikmannahóp hjá aðalliði félagsins í deildarleik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×