Leti frekar en kórónaveiru um að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. júlí 2022 11:49 Skipuleggjendur komu ekki saman í ár til að skipuleggja Evrópumótið í Mýrarbolta. vísir/hafþór Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár um verslunarmannahelgina þar sem forsvarsmenn hátíðarinnar hittust ekki til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um. Greint var frá því í vikunni að Mýrarboltinn hafi verið blásinn af vegna Covid-19 sjúkdómsins. Í kjölfarið var Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir inntur eftir svörum um hvort tilefni væri til að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina vegna faraldursins. Sjá einnig: Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir svaraði því til að ekki sé tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki,“ sagði Þórólfur. Enn í leti Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltans og sómi Ísafjarðar, eins og það er orðað á vefsíðu Mýrarboltans, segir í samtali við fréttastofu að mótshaldarar hafi í raun ekki hist til þess að undirbúa hátíðina í ár. Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Það er óbein afleiðing kórónaveirunnar,“ segir Jóhann. „Við í rauninni tókum frekar þá ákvörðun að halda gott mót að ári þar sem við erum gjörsamlega óundirbúnir.“ Þannig ástæðan fyrir aflýsingu var í rauninni að þið komuð ekkert saman til að skipuleggja? „Já, leggja á ráðin og setja upp planið þannig við vorum enn þá bara í leti, eða hvað ég á að segja, enn í einangrun,“ segir Jóhann í léttum tón. „Þetta er ekkert dýpra en það, en ég ætla ekkert að vekja eitthvað panik meðal þjóðarinnar um að það sé að koma ný covid bylgja yfir landann. En það er samt bylgja í samfélaginu, þó búið að bólusetja flesta.“ Jóhann ítrekar að lokum að stefnt sé að því að halda veglegt mýrarboltamót að ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014: Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32 Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að Mýrarboltinn hafi verið blásinn af vegna Covid-19 sjúkdómsins. Í kjölfarið var Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir inntur eftir svörum um hvort tilefni væri til að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina vegna faraldursins. Sjá einnig: Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir svaraði því til að ekki sé tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki,“ sagði Þórólfur. Enn í leti Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltans og sómi Ísafjarðar, eins og það er orðað á vefsíðu Mýrarboltans, segir í samtali við fréttastofu að mótshaldarar hafi í raun ekki hist til þess að undirbúa hátíðina í ár. Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Það er óbein afleiðing kórónaveirunnar,“ segir Jóhann. „Við í rauninni tókum frekar þá ákvörðun að halda gott mót að ári þar sem við erum gjörsamlega óundirbúnir.“ Þannig ástæðan fyrir aflýsingu var í rauninni að þið komuð ekkert saman til að skipuleggja? „Já, leggja á ráðin og setja upp planið þannig við vorum enn þá bara í leti, eða hvað ég á að segja, enn í einangrun,“ segir Jóhann í léttum tón. „Þetta er ekkert dýpra en það, en ég ætla ekkert að vekja eitthvað panik meðal þjóðarinnar um að það sé að koma ný covid bylgja yfir landann. En það er samt bylgja í samfélaginu, þó búið að bólusetja flesta.“ Jóhann ítrekar að lokum að stefnt sé að því að halda veglegt mýrarboltamót að ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014:
Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32 Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32
Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04