Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
„Á sama tíma má gera ráð fyrir slagviðri á sömu slóðum og annars staðar á Miðhálendinu sem getur reynst gangandi og hjólandi ferðamönnum erfitt um vik,“ segir í athugasemd veðurfræðings.
Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt, skýjað með köflum og dálítil súld á vestanverðu landinu en líkur á skúrum norðan og austanlands. Gengur í suðaustanátt, 5-13 m/s síðdegis en 8-15 í kvöld og fer að rigna. Talsverð eða mikil rigning við suðurströndina, en úrkomuminna norðaustantil.
Áframhaldandi sunnanátt, 8-13 m/s og rigning á morgun en styttir upp á Vestfjörðum eftir hádegi og víðar á vestanverðu landinu annað kvöld. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 18 stig.