Erlent

Kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö á Filippseyjum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Óttast er að tala látinna muni hækka í bráð.
Óttast er að tala látinna muni hækka í bráð. AP

Að minnsta kosti tvö eru látin eftir að kraftmikill jarðskjálfti að stærðinni sjö reið yfir á Filippseyjum í nótt. Upptök jarðskjálftans voru á norðanmegin á stærstu eyju landsins um 300 kílómetra frá höfuðborginni Manila.

Jarðskjálftinn varð laust fyrir klukkan níu að morgni að staðartíma eða rétt fyrir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Skjálftinn átti upptök í Abra-héraði á Luzon, stærstu eyju Filippseyjaklasans. Jarðskjálftastofnun segir ljóst að þónokkuð tjón hafi orðið í skjálftanum.

Hús og mannvirki eru illa farin og mörg hver að hruni komin Abra-héraðinu. Ferdinand Marcos forseti, sem tók við embættti forseti fyrir tæpum mánuði hyggst heimsækja fornarlömb skjálftans og embættismenn í héraðinu í dag.

Lögreglustjóri í strandbænum Delores segir að mikil skelfing hafi gripið um sig þegar óttaslegnir íbúar hafi forðað sér út á götur. Meðal þeirra látnu eru iðnaðarmaður sem lést við vinnu í bænum La Trinidad, þar sem skriður lokuðu vegum.

Skriður féllu á vegi.AP

„Jörðin skalf líkt mikið og skyndilega slökknuðu öll ljós. Við flýttum okkur út úr skrifstofunni og ég heyrði öskur og margir vinnufélagar brustu í grát,“ sagði Michael Brilliantes, öryggisfulltrúi í Abra-héraðinu. 

Þetta var langkraftmesti jarðskjálfti sem ég hef fundið fyrir, ég hélt að jörðin myndi bara opnast," er haft eftir Brilliantes í frétt AP fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×