Mcdonald's hækkar verð á ostborgara í fyrsta sinn í fjórtán ár Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 15:06 Matvælaverð hækkar nú í Bretlandi líkt og víða annars staðar. Getty/nrqemi Skyndibitakeðjan McDonald's hefur hækkað verð á ostborgurum sínum í Bretlandi og Írlandi í fyrsta sinn í meira en fjórtán ár til að bregðast við kostnaðarhækkunum. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í yfir 40 ár. Verð fjölda vara hefur nú hækkað um 10 til 20 penní og er verðið á venjulegum ostborgara komið úr 99 penníum í 1,19 pund. Í tölvupósti til viðskiptavina segir Alistair Macrow, forstjóri McDonald's í Bretlandi og Írlandi, að stjórnendur hafi staðið frammi fyrir erfiðum valkostum. „Við vitum að verðhækkanir eru aldrei góðar fréttir, en við höfum lágmarkað þessar hækkanir og tafið þær eins lengi og mögulegt var.“ Bætti hann við að verð á vissum vörum myndi haldast óbreytt. Hækkar minna en sem nemur verðbólgu Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að verð á matseðli verði áfram misjafnt milli veitingastaða keðjunnar þar sem sumir þeirra séu reknir af sjálfstæðum sérleyfishöfum sem velji verð sitt út frá ráðleggingum McDonald‘s. Auk ostborgarans hefur verð meðal annars verið hækkað á morgunverðarmáltíðum, stórum kaffidrykkjum og kjúklinganöggum. Ef verð ostborgarans hefði hækkað í takt verðbólgu í Bretlandi myndi hann kosta 1,42 pund en kostar nú 1,19 pund líkt og áður segir. McDonald‘s rekur yfir 36 þúsund veitingastaði í yfir 100 löndum. Í gær lýstu stjórnendur því yfir að til greina kæmi að fjölga tilboðsmáltíðum á matseðlum. Hækkun framfærslukostnaðar, einkum í Evrópu, hafi leitt til þess að sumir tekjulágir viðskiptavinir hafi fært sig í að kaupa ódýrari vörur og færri stórar máltíðir. Bretland Veitingastaðir Verðlag Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð fjölda vara hefur nú hækkað um 10 til 20 penní og er verðið á venjulegum ostborgara komið úr 99 penníum í 1,19 pund. Í tölvupósti til viðskiptavina segir Alistair Macrow, forstjóri McDonald's í Bretlandi og Írlandi, að stjórnendur hafi staðið frammi fyrir erfiðum valkostum. „Við vitum að verðhækkanir eru aldrei góðar fréttir, en við höfum lágmarkað þessar hækkanir og tafið þær eins lengi og mögulegt var.“ Bætti hann við að verð á vissum vörum myndi haldast óbreytt. Hækkar minna en sem nemur verðbólgu Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að verð á matseðli verði áfram misjafnt milli veitingastaða keðjunnar þar sem sumir þeirra séu reknir af sjálfstæðum sérleyfishöfum sem velji verð sitt út frá ráðleggingum McDonald‘s. Auk ostborgarans hefur verð meðal annars verið hækkað á morgunverðarmáltíðum, stórum kaffidrykkjum og kjúklinganöggum. Ef verð ostborgarans hefði hækkað í takt verðbólgu í Bretlandi myndi hann kosta 1,42 pund en kostar nú 1,19 pund líkt og áður segir. McDonald‘s rekur yfir 36 þúsund veitingastaði í yfir 100 löndum. Í gær lýstu stjórnendur því yfir að til greina kæmi að fjölga tilboðsmáltíðum á matseðlum. Hækkun framfærslukostnaðar, einkum í Evrópu, hafi leitt til þess að sumir tekjulágir viðskiptavinir hafi fært sig í að kaupa ódýrari vörur og færri stórar máltíðir.
Bretland Veitingastaðir Verðlag Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira