Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2022 14:01 Greint var frá því í lok janúar 2020 að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað. Árni Birgisson gengdi stöðu framkvæmdastjóra ÍR til ársins 2019. Í ákæru á hendur Árna kom fram að hann hafi átt að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Hann var svo dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta mál hefur Árni haldið áfram að starfa í kringum ÍR. Nú síðast var hann liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR þegar ÍR-ingar heimsóttu Hött/Huginn austur á land og keyrði liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum. Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, segir það ekkert tiltökumál að Árni hafi verið í kringum liðið í þessum leik. Hann hafi áður staðið vaktina á grillinu á vellinum á leikdegi, auk þess sem hann á son í liðinu. „Það að fljúga til Egilsstaða til að keyra rútu frá flugvellinum og á knattspyrnuvöllinn, í ljósi þess að sonur hans er náttúrulega í liðinu, tengist náttúrulega ekki neinu öðru heldur en bara því,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. „Það að hann hafi verið titlaður sem liðsstjóri er ekki eitthvað sem var endilega fyrirfram ákveðið, heldur var það bara til þess að fylgja liðinu og keyra þessa rútu.“ Magnús segir að leikmenn liðsins þekki Árna vel og að eftir hans vitund hafi þeir ekki kippt sér upp við það að hann hafi verið titlaður liðsstjóri í leiknum. „Leikmennirnir náttúrulega þekkja hann mjög vel. Eins og ég segi, í ljósi þess að sonur hans er í þessu liði. Hann hefur til dæmis verið að steikja hamborgara fyrir okkur og svona í sumar. Hann hefur verið í kringum þá. Það er nú bara stundum þannig í svona leikjum úti á landi, þá hafa menn verið að detta inn á leikskýrsluna, en hann var ekki á bekknum í leiknum og verður ekki. Þetta var bara að fljúga liðinu austur, taka saman búningana og keyrði þá í morgunmat og svo upp á völl.“ Þykir ekkert tiltökumál Magnús segir enn fremur að hvorki honum né öðrum í kringum félagið þyki það nokkuð tiltökumál að Árni starfi áfram í þágu ÍR. „Þetta er náttúrulega einstaklingur sem er búinn að koma og tala við okkur og biðjast afsökunar. Hann á þrjá stráka í fótboltanum hjá okkur og hefur verið í kringum hitt og þetta. Það var ekki fyrirfram ákveðið að hann hafi átt að vera liðsstjóri. Hann átti að taka saman þessa búninga þegar þeir fóru af stað, fljúga austur og keyra þessa rútu. Svo var annar leikur hjá okkur í gær og hann var ekkert á skýrslu þar, þetta var bara tilfallandi af því hann var tilbúinn að taka þetta að sér.“ „Mér finnst nú bara hálf sorglegt að einhver hafi verið að blaðra þessu í ykkur að hann hafi verið liðsstjóri á leik í 2. deildinni. Þetta mál hefur verið á þeim stað að það hefur verið slæmt fyrir félagið. En þetta er maður sem hefur tvisvar sinnum unnið alveg gríðarlegt starf til að koma knattspyrnudeildinni á réttan kjöl.“ ÍR Reykjavík Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Árni Birgisson gengdi stöðu framkvæmdastjóra ÍR til ársins 2019. Í ákæru á hendur Árna kom fram að hann hafi átt að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Hann var svo dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta mál hefur Árni haldið áfram að starfa í kringum ÍR. Nú síðast var hann liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR þegar ÍR-ingar heimsóttu Hött/Huginn austur á land og keyrði liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum. Magnús Þór Jónsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, segir það ekkert tiltökumál að Árni hafi verið í kringum liðið í þessum leik. Hann hafi áður staðið vaktina á grillinu á vellinum á leikdegi, auk þess sem hann á son í liðinu. „Það að fljúga til Egilsstaða til að keyra rútu frá flugvellinum og á knattspyrnuvöllinn, í ljósi þess að sonur hans er náttúrulega í liðinu, tengist náttúrulega ekki neinu öðru heldur en bara því,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum fyrr í dag. „Það að hann hafi verið titlaður sem liðsstjóri er ekki eitthvað sem var endilega fyrirfram ákveðið, heldur var það bara til þess að fylgja liðinu og keyra þessa rútu.“ Magnús segir að leikmenn liðsins þekki Árna vel og að eftir hans vitund hafi þeir ekki kippt sér upp við það að hann hafi verið titlaður liðsstjóri í leiknum. „Leikmennirnir náttúrulega þekkja hann mjög vel. Eins og ég segi, í ljósi þess að sonur hans er í þessu liði. Hann hefur til dæmis verið að steikja hamborgara fyrir okkur og svona í sumar. Hann hefur verið í kringum þá. Það er nú bara stundum þannig í svona leikjum úti á landi, þá hafa menn verið að detta inn á leikskýrsluna, en hann var ekki á bekknum í leiknum og verður ekki. Þetta var bara að fljúga liðinu austur, taka saman búningana og keyrði þá í morgunmat og svo upp á völl.“ Þykir ekkert tiltökumál Magnús segir enn fremur að hvorki honum né öðrum í kringum félagið þyki það nokkuð tiltökumál að Árni starfi áfram í þágu ÍR. „Þetta er náttúrulega einstaklingur sem er búinn að koma og tala við okkur og biðjast afsökunar. Hann á þrjá stráka í fótboltanum hjá okkur og hefur verið í kringum hitt og þetta. Það var ekki fyrirfram ákveðið að hann hafi átt að vera liðsstjóri. Hann átti að taka saman þessa búninga þegar þeir fóru af stað, fljúga austur og keyra þessa rútu. Svo var annar leikur hjá okkur í gær og hann var ekkert á skýrslu þar, þetta var bara tilfallandi af því hann var tilbúinn að taka þetta að sér.“ „Mér finnst nú bara hálf sorglegt að einhver hafi verið að blaðra þessu í ykkur að hann hafi verið liðsstjóri á leik í 2. deildinni. Þetta mál hefur verið á þeim stað að það hefur verið slæmt fyrir félagið. En þetta er maður sem hefur tvisvar sinnum unnið alveg gríðarlegt starf til að koma knattspyrnudeildinni á réttan kjöl.“
ÍR Reykjavík Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira