Þjóðhátíð farin af stað í blíðskaparveðri: „Svæðið sjaldan verið jafn stappað og í gær“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 13:08 Vestmannaeyjar skarta sínu fegursta í blíðviðrinu sem leikur þar við heimamenn og gesti. Aðsend Húkkaraballið, sem er óformlegt upphaf Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, fór nokkuð vel fram í gærkvöldi og áætlað er að aldrei hafi fleiri sótt ballið. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri ætla ekki að láta möguleikann á vondu veðri skemma verslunarmannahelgina fyrir sér. Húkkaraballið er á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð, og markar fyrir mörgum upphaf hátíðarinnar, sem verður þó ekki sett formlega fyrr en í dag. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir ballið hafa farið vel fram. „Herjólfur var þétt setinn hérna allan gærdaginn og blíðskaparveðrið mætti upp úr miðjum degi. Húkkaraballið fór bara vel fram og hefur líklega aldrei eða sjaldan verið sótt betur en í gær,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Og hvað voru margir sem mættu í gær? „Við erum ekki komin með nákvæmar tölur en miðað við þá sem þekkja til þá hefur svæðið sjaldan verið jafn stappað og það var í gær.“ Hörður Orri er formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.Stöð 2 Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmanneyjum kemur fram að einn hafi verið handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum. Tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp og einn hafi fengið að gista fangageymslu að eigin ósk. Að öðru leyti hafi nóttin verið róleg hjá lögreglu. Mikil eftirvænting Hörður segir fólk streyma til Eyja með Herjólfi og þar ríki mikil eftirvænting, enda ekki verið haldin hefðbundin þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðan árið 2019. Þá kynnu einhverjir að spyrja: Er engin hætta á að fólk prjóni hreinlega yfir sig eftir tveggja ára hlé? „Nei, ég ætla nú að vona ekki. Fólk mætir bara og skemmtir sér og öðrum. Það er nú kannski mikilvægast í þessu, og að menn gangi hægt um gleðinnar dyr.“ Veðurspáin í Vestmannaeyjum er góð, og Hörður býst við að um 15 þúsund manns verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld, þegar hátíðin nær hámarki. „Veðrið skiptir auðvitað gríðarlegu máli þegar þú ert með útihátíð í gangi. Við vonum bara að það veður haldi og í augnablikinu er stórkostlegt veður hérna,“ segir Hörður. Íslendingar klæði sig vel Veðurspáin á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram um helgina, er ekki jafn góð og í Vestmannaeyjum. Á morgun er spáð stífri norðvestanátt með rigningu á Norðurlandi. Halldór Kristinn Harðarson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir veðrið í bænum í dag þó með ágætu móti. „Erum við Íslendingar ekki vanir að klæða okkur vel og hafa gaman? Mér sýnist þessar spár vera eitthvað sitt á hvað, en síðast þegar ég vissi átti laugardagurinn að vera mjög fínn og sunnudagurinn líka. Við ætlum ekkert að láta það skemma fyrir okkur ef það kemur einhver smá úði.“ Þjóðhátíð í Eyjum Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Vestmannaeyjar Akureyri Næturlíf Tengdar fréttir Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43 Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44 Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Húkkaraballið er á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð, og markar fyrir mörgum upphaf hátíðarinnar, sem verður þó ekki sett formlega fyrr en í dag. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir ballið hafa farið vel fram. „Herjólfur var þétt setinn hérna allan gærdaginn og blíðskaparveðrið mætti upp úr miðjum degi. Húkkaraballið fór bara vel fram og hefur líklega aldrei eða sjaldan verið sótt betur en í gær,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Og hvað voru margir sem mættu í gær? „Við erum ekki komin með nákvæmar tölur en miðað við þá sem þekkja til þá hefur svæðið sjaldan verið jafn stappað og það var í gær.“ Hörður Orri er formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.Stöð 2 Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmanneyjum kemur fram að einn hafi verið handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum. Tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp og einn hafi fengið að gista fangageymslu að eigin ósk. Að öðru leyti hafi nóttin verið róleg hjá lögreglu. Mikil eftirvænting Hörður segir fólk streyma til Eyja með Herjólfi og þar ríki mikil eftirvænting, enda ekki verið haldin hefðbundin þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðan árið 2019. Þá kynnu einhverjir að spyrja: Er engin hætta á að fólk prjóni hreinlega yfir sig eftir tveggja ára hlé? „Nei, ég ætla nú að vona ekki. Fólk mætir bara og skemmtir sér og öðrum. Það er nú kannski mikilvægast í þessu, og að menn gangi hægt um gleðinnar dyr.“ Veðurspáin í Vestmannaeyjum er góð, og Hörður býst við að um 15 þúsund manns verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld, þegar hátíðin nær hámarki. „Veðrið skiptir auðvitað gríðarlegu máli þegar þú ert með útihátíð í gangi. Við vonum bara að það veður haldi og í augnablikinu er stórkostlegt veður hérna,“ segir Hörður. Íslendingar klæði sig vel Veðurspáin á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram um helgina, er ekki jafn góð og í Vestmannaeyjum. Á morgun er spáð stífri norðvestanátt með rigningu á Norðurlandi. Halldór Kristinn Harðarson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir veðrið í bænum í dag þó með ágætu móti. „Erum við Íslendingar ekki vanir að klæða okkur vel og hafa gaman? Mér sýnist þessar spár vera eitthvað sitt á hvað, en síðast þegar ég vissi átti laugardagurinn að vera mjög fínn og sunnudagurinn líka. Við ætlum ekkert að láta það skemma fyrir okkur ef það kemur einhver smá úði.“
Þjóðhátíð í Eyjum Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Vestmannaeyjar Akureyri Næturlíf Tengdar fréttir Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43 Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44 Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43
Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44
Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30