Kristall Máni gekk frá samningi við Rosenborg um miðjan júlí og hafa skipti hans legið fyrir síðan. Félagsskiptaglugginn í Noregi opnar á mánudaginn, 1. ágúst, og verður hann því formlega enn leikmaður Víkings þangað til.
Víkingur greindi frá því á heimasíðu félagsins í dag að Kristall hefði hins vegar leikið sinn síðasta leik fyrir félagið er það gerði markalaust jafntefli við TNS frá Wales í Sambandsdeild Evrópu á þriðjudag.
Kristall mun því ekki taka þátt í leik Víkings við Stjörnuna í Bestu deild karla á morgun, þrátt fyrir að mega það.
Víkingur og Stjarnan eigast við klukkan 14:00 á Samsung-vellinum í Garðabæ. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 13:50.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.