Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 16:30 Saksóknarar á Spáni höfðu lítinn áhuga á sáttaboði Shakiru. Getty Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu. „Shakira og hennar teymi telja að vegið sé að hennar réttindum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. „Hún hefur ávallt sýnt óaðfinnanlega framkomu, bæði sem manneskja og skattgreiðandi, sem og vilja til að leysa hvers kyns vandamál frá upphafi, jafnvel fyrir ásakanir um skattsvik.“ Shakira er langfarsælasta söngkona Suður-Ameríku og einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma. Hefur hún selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sínum sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Ágirnd vex með eyri hverjum og skattsvik Shakiru eru nú talin hlaupa á milljörðum. Nánar tiltekið telja Spænsk skattayfirvöld að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði liðlega tveggja milljarða íslenskra króna. Shakira hefur haldið því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum árum en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Saksóknarar á Spáni hafa nú hafnað sáttaboði söngkonunnar og telja sig hafa næg sönnunargögn til þess að dæma megi um það óyggjandi hætti að Shakira hafi komið mörgum milljörðum evra undan skatti. Þess ber að geta að fyrrverandi eiginmaður hennar og knattspyrnumaðurinn Gerard Pique er einnig sakaður um skattsvik á svipuðu tímabili. Spánn Skattar og tollar Kólumbía Hollywood Tengdar fréttir Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31 Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
„Shakira og hennar teymi telja að vegið sé að hennar réttindum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. „Hún hefur ávallt sýnt óaðfinnanlega framkomu, bæði sem manneskja og skattgreiðandi, sem og vilja til að leysa hvers kyns vandamál frá upphafi, jafnvel fyrir ásakanir um skattsvik.“ Shakira er langfarsælasta söngkona Suður-Ameríku og einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma. Hefur hún selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sínum sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Ágirnd vex með eyri hverjum og skattsvik Shakiru eru nú talin hlaupa á milljörðum. Nánar tiltekið telja Spænsk skattayfirvöld að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði liðlega tveggja milljarða íslenskra króna. Shakira hefur haldið því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum árum en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Saksóknarar á Spáni hafa nú hafnað sáttaboði söngkonunnar og telja sig hafa næg sönnunargögn til þess að dæma megi um það óyggjandi hætti að Shakira hafi komið mörgum milljörðum evra undan skatti. Þess ber að geta að fyrrverandi eiginmaður hennar og knattspyrnumaðurinn Gerard Pique er einnig sakaður um skattsvik á svipuðu tímabili.
Spánn Skattar og tollar Kólumbía Hollywood Tengdar fréttir Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31 Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31
Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02