Óskar Hrafn: Dagur Dan frábær í algjörlega nýrri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 1. ágúst 2022 22:14 Óskar Hrafn Þorvaldsson hrósaði leikmönnum fyrir frammistöðu sína í leiknum. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var heilt yfir sáttur við lærisveina sína í 3-1 sigri liðsins á móti Skagamönnum í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. „Mér fannst þessu sigur fyllilega sanngjarn og það breytti litlu hvað spilamennsku okkar varðar að hafa lent undir. Við settum bara aðeins meiri kraft í sóknaraðerðir okkar og það skilaði sér. Það var ekkert stress við að fá markið í andlitið, það er styrkleikamerki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Við vorum svolítið værukærir í sendingum og því sem við vorum að gera framan af leik. Það var hins vegar ekkert út á vinnuframlagið eða viljann að setja í þessum leik. Leikmenn gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og þegar við brutum ísinn gengum við á lagið," sagði Óskar Hrafn sem var svo spurður út í frammistöðu bakvarða sinna sem tóku virkan þátt í sóknarleiknum. „Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði þjálfarinn glaður. „Nú þurfum við bara að ná góðri endurheimt fyrir komandi verkefni. Það er afar jákvætt að hafa nóg að gera og þú færð mig ekki til þess að kvarta yfir leikjaálagi. Svona viljum við hafa þetta og við erum orðnir vanir að hafa stutt á milli leikja," sagði hann um framhaldið. Breiðablik fær tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í næsta leik sínum en leikurinn er liður í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og fer fram á fimmtudagskvöldið kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
„Mér fannst þessu sigur fyllilega sanngjarn og það breytti litlu hvað spilamennsku okkar varðar að hafa lent undir. Við settum bara aðeins meiri kraft í sóknaraðerðir okkar og það skilaði sér. Það var ekkert stress við að fá markið í andlitið, það er styrkleikamerki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Við vorum svolítið værukærir í sendingum og því sem við vorum að gera framan af leik. Það var hins vegar ekkert út á vinnuframlagið eða viljann að setja í þessum leik. Leikmenn gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og þegar við brutum ísinn gengum við á lagið," sagði Óskar Hrafn sem var svo spurður út í frammistöðu bakvarða sinna sem tóku virkan þátt í sóknarleiknum. „Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði þjálfarinn glaður. „Nú þurfum við bara að ná góðri endurheimt fyrir komandi verkefni. Það er afar jákvætt að hafa nóg að gera og þú færð mig ekki til þess að kvarta yfir leikjaálagi. Svona viljum við hafa þetta og við erum orðnir vanir að hafa stutt á milli leikja," sagði hann um framhaldið. Breiðablik fær tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í næsta leik sínum en leikurinn er liður í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og fer fram á fimmtudagskvöldið kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira