Hjartagarðurinn – birtingarmynd vanda í hönnun og skipulagi Páll Jakob Líndal skrifar 2. ágúst 2022 12:00 „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn“. Þessi orð um Hjartagarðinn í Reykjavík, milli Laugavegs og Hverfisgötu, lét borgarfulltrúi í Reykjavík falla nýlega. Ástæðan er að garðurinn reynist ekki draga að sér það mannlíf sem gert var ráð fyrir. Já, hugmyndir gerðu ráð fyrir að hönnun og skipulag torgsins myndi trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið átti að vera „á suðupunkti mannlífs í borginni“. Þó núverandi staða komi lítið á óvart, þá er ástandið einhvers konar ráðgáta. Almennt er það viðurkennt að fólk geti verið hin mestu ólíkindatól og mannlegar þarfir, langanir, væntingar, hugsanir, tilfinningar og hegðun séu oft á tíðum hin mesta ráðgáta. Það getur nefnilega verið flókið að vera manneskja. Og við sem samfélag erum að viðurkenna það. Sálfræði sem byggir á vísindalegri nálgun, er því að bora sér leið inn í alla kima samfélagsins, s.s. menntastofnanir, atvinnulífið og íþróttahreyfinguna. Almenn skynsemi og hyggjuvit dugar oft skammt Við erum að átta okkur á því að sálfræðileg álitaefni þarfnist oft meira en bara „almennrar skynsemi og hyggjuvits“. Að þau þafnist skoðunar og greiningar sem byggja á markvissri nálgun og sérhæfingu og að úrræði eigi sér hald í vísindalegri þekkingu. Því er það umhugsunarefni hversu oft er gripið til „almennrar skynsemi og hyggjuvits“ þegar sálfræðileg álitaefni á sviði hönnunar og skipulags ber á góma. Boðuð lausn borgarfulltrúans á vanda Hjartagarðsins virðist vera af því taginu. Hún er að setja gosbrunn í miðju torgsins. Fólk dregst jú að vatni. Lesendum er svo látið eftir að meta hvort slík aðgerð sé líkleg til árangurs. Sennilega er vandi garðsins þó djúpstæðari en svo að einungis vanti þar gosbrunn. Af hverju fólk dregst ekki að Hjartagarðinum er verðugt sálfræðilegt viðfangsefni og af því má læra – og þar kemur umhverfissálfræðin til skjalanna. Umhverfissálfræði – þekkingarsköpun - veruleiki Umhverfissálfræði er sú grein sálfræðinnar sem fjallar um hvernig umhverfið hefur áhrif á okkur og hvernig við höfum áhrif á umhverfið. Þó þetta samspil sé stundum einfalt og augljóst, þá veldur það oftar en ekki miklum heilabrotum. Það krefst oft meira en almennrar skynsemi, hyggjuvits og stórorðra lýsinga á borð við „suðupott mannlífs í borginni“. Samspilið krefst, líkt og önnur sálfræðileg álitaefni, markvissrar nálgunar, þekkingar og úrlausnar. Gamli Hjartagarðurinn hafði aðdráttarafl. Hann hafði „eitthvað“ sem hefði þurft að kortleggja áður en garðinum var rutt burt. Þekkinguna hefði svo mátt nýta til uppbyggingar á enn betri Hjartagarði – sem og við uppbyggingu annarra almenningsrýma. En það tækifæri rann okkur úr greipum – og svona renna ótal tækifæri til þekkingarsköpunar okkur úr greipum, sem aftur gerir vopnabúr okkar fátækara þegar kemur að því að hanna, móta, skipuleggja og byggja upp. Framfarirnar verða því afskaplega hægar, framvindan ómarkviss, ferlarnir hægir og þungir, og í krafti vanþekkingar byggjum við fleiri Hjartagarða og Hafnartorg, Höfðaborgir og Hamraborgir. Við höldum áfram að þétta óhóflega byggð í Smárahverfinu. Við umbyltum eðli og ásýnd núverandi umhverfis í nafni framfara, aukinna lífsgæða og möguleika án þess að geta sýnt fram á það. Við höldum til streitu margra hæða fjölbýlishúsum sem er úr skala við allt sitt nærumhverfi. Við segjum að gömul hús og saga umhverfisins séu fyrir og skipti ekki máli. Við krefjumst þess að gras og berjarunnar séu á litlum sérafnotareitum í Vogabyggð, þó íbúar vilji það ekki. Við byggjum einsleit kassahús með gras á þakinu út um alla koppagrundir og það þykir sérstakt frétta- og gleðiefni þegar eitthvað annað er byggt, sbr. miðbærinn á Selfossi. Fólk leggur land undir fót til að sjá og upplifa – slík eru tímamótin. Hönnun, mótun, skipulag og uppbygging umhverfis brenna á fólki, jafnvel svo að fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vógu skipulagsmál þyngst í huga kjósenda í Reykjavík. 45% Akureyringa eru óánægðir með stöðu skipulagsmála í sveitarfélaginu skv. könnun Gallup sem birtist fyrr á árinu. Þetta segir okkur eitthvað. Hinn djúpstæði vandi Vandi Hjartagarðsins er því birtingarmynd djúpstæðari vanda í þessum málaflokki. Og sá vandi er að sálfræðileg álitaefni í hönnun og skipulagi umhverfis eru ekki tekin alvarlega. Þau eru að mestu leyst með „almenna skynsemi og hyggjuvit“ að vopni. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygi skipulagsyfirvalda á þessari takmörkuðu nálgun og á mikilvægi þess að við sem manneskjur fáum alvöru vigt í skipulags- og hönnunarferlum. Undirtektirnar eru dræmar – jújú, sálræn áhrif sögð „höfð bakvið eyrað“, sem er álíka sannfærandi og við hönnun brúar væri burðarþol hennar „haft bakvið eyrað“. Við sjáum áhugaleysið raungerast allt í kringum okkur. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að umhverfið hefur afgerandi áhrif á okkur – það er óumdeilt. Meginreglan er þessi: Gott umhverfi hefur góð áhrif á okkur. Slæmt umhverfi hefur slæm áhrif. Aðlaðandi umhverfi dregur okkur að. Fráhrindandi umhverfi ýtir okkur frá. Af hverju horfumst við ekki í augu við þessi einföldu sannindi? Við erum að hanna og skipuleggja umhverfi fyrir fólk – af hverju tökum við ekki alvarlega þau fræði sem fjalla um sálfræn áhrif umhverfis á fólk og hagnýtum þau í þágu uppbyggingar á manneskjulegu og uppbyggilegu umhverfi? Það er fátt um svör. Bæjarstjóri einn spurði fyrst og sagði svo: „Skiptir þetta einhverju máli? Það selst allt“. Skipulagsfulltrúi í öðru sveitarfélagi sagðist ekki skilja af hverju þyrfti að gera viðhorfskönnun meðal almennings á umdeildu uppbyggingarverkefni. Formaður skipulagsráðs svaraði hvorki tölvupóstum né símtölum varðandi þessi mál. Einhverjir segjast „ekki hafa tíma“ til að pæla í þessu því uppbyggingin sé á fullu, sumir ætla „að vera í sambandi fljótlega“. Annars staðar er ábyrgðinni varpað á þann næsta – málið fer hring eftir hring – enginn virðist geta, mega og/eða þora taka ákvörðun. Hvað veldur? Erum við hrædd um að þekking á samspili fólks og umhverfis muni draga úr fjárhagslegum ávinningi þeirra sem standa að uppbyggingarverkefnum? Mun núverandi kerfi ekki standa þetta af sér? Mun pólitíkin missa völdin? Er sjálfsmynd og egó einhverra í hættu? Treystir fólk á vera horfið á braut þegar afleiðingar ákvarðana þeirra koma í ljós? Svona má áfram spyrja. Nú þarf að horfa í spegilinn Tímabil mikillar uppbyggingar íbúðarhúshæðis hefur átt sér stað. Hvernig hefur til tekist? Hvað höfum við lært um samspil fólks og umhverfis á þessum tíma? Áfram blasir við mikil uppbygging. Hefur árangurinn verið svo góður að hann réttlæti sömu nálgun? Hjálpar núverandi nálgun okkur til við að skapa það umhverfi, og þar af leiðandi það samfélag, sem við viljum? Ég segi að byltingar sé þörf ... Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Verslun Veitingastaðir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
„Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn“. Þessi orð um Hjartagarðinn í Reykjavík, milli Laugavegs og Hverfisgötu, lét borgarfulltrúi í Reykjavík falla nýlega. Ástæðan er að garðurinn reynist ekki draga að sér það mannlíf sem gert var ráð fyrir. Já, hugmyndir gerðu ráð fyrir að hönnun og skipulag torgsins myndi trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið átti að vera „á suðupunkti mannlífs í borginni“. Þó núverandi staða komi lítið á óvart, þá er ástandið einhvers konar ráðgáta. Almennt er það viðurkennt að fólk geti verið hin mestu ólíkindatól og mannlegar þarfir, langanir, væntingar, hugsanir, tilfinningar og hegðun séu oft á tíðum hin mesta ráðgáta. Það getur nefnilega verið flókið að vera manneskja. Og við sem samfélag erum að viðurkenna það. Sálfræði sem byggir á vísindalegri nálgun, er því að bora sér leið inn í alla kima samfélagsins, s.s. menntastofnanir, atvinnulífið og íþróttahreyfinguna. Almenn skynsemi og hyggjuvit dugar oft skammt Við erum að átta okkur á því að sálfræðileg álitaefni þarfnist oft meira en bara „almennrar skynsemi og hyggjuvits“. Að þau þafnist skoðunar og greiningar sem byggja á markvissri nálgun og sérhæfingu og að úrræði eigi sér hald í vísindalegri þekkingu. Því er það umhugsunarefni hversu oft er gripið til „almennrar skynsemi og hyggjuvits“ þegar sálfræðileg álitaefni á sviði hönnunar og skipulags ber á góma. Boðuð lausn borgarfulltrúans á vanda Hjartagarðsins virðist vera af því taginu. Hún er að setja gosbrunn í miðju torgsins. Fólk dregst jú að vatni. Lesendum er svo látið eftir að meta hvort slík aðgerð sé líkleg til árangurs. Sennilega er vandi garðsins þó djúpstæðari en svo að einungis vanti þar gosbrunn. Af hverju fólk dregst ekki að Hjartagarðinum er verðugt sálfræðilegt viðfangsefni og af því má læra – og þar kemur umhverfissálfræðin til skjalanna. Umhverfissálfræði – þekkingarsköpun - veruleiki Umhverfissálfræði er sú grein sálfræðinnar sem fjallar um hvernig umhverfið hefur áhrif á okkur og hvernig við höfum áhrif á umhverfið. Þó þetta samspil sé stundum einfalt og augljóst, þá veldur það oftar en ekki miklum heilabrotum. Það krefst oft meira en almennrar skynsemi, hyggjuvits og stórorðra lýsinga á borð við „suðupott mannlífs í borginni“. Samspilið krefst, líkt og önnur sálfræðileg álitaefni, markvissrar nálgunar, þekkingar og úrlausnar. Gamli Hjartagarðurinn hafði aðdráttarafl. Hann hafði „eitthvað“ sem hefði þurft að kortleggja áður en garðinum var rutt burt. Þekkinguna hefði svo mátt nýta til uppbyggingar á enn betri Hjartagarði – sem og við uppbyggingu annarra almenningsrýma. En það tækifæri rann okkur úr greipum – og svona renna ótal tækifæri til þekkingarsköpunar okkur úr greipum, sem aftur gerir vopnabúr okkar fátækara þegar kemur að því að hanna, móta, skipuleggja og byggja upp. Framfarirnar verða því afskaplega hægar, framvindan ómarkviss, ferlarnir hægir og þungir, og í krafti vanþekkingar byggjum við fleiri Hjartagarða og Hafnartorg, Höfðaborgir og Hamraborgir. Við höldum áfram að þétta óhóflega byggð í Smárahverfinu. Við umbyltum eðli og ásýnd núverandi umhverfis í nafni framfara, aukinna lífsgæða og möguleika án þess að geta sýnt fram á það. Við höldum til streitu margra hæða fjölbýlishúsum sem er úr skala við allt sitt nærumhverfi. Við segjum að gömul hús og saga umhverfisins séu fyrir og skipti ekki máli. Við krefjumst þess að gras og berjarunnar séu á litlum sérafnotareitum í Vogabyggð, þó íbúar vilji það ekki. Við byggjum einsleit kassahús með gras á þakinu út um alla koppagrundir og það þykir sérstakt frétta- og gleðiefni þegar eitthvað annað er byggt, sbr. miðbærinn á Selfossi. Fólk leggur land undir fót til að sjá og upplifa – slík eru tímamótin. Hönnun, mótun, skipulag og uppbygging umhverfis brenna á fólki, jafnvel svo að fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vógu skipulagsmál þyngst í huga kjósenda í Reykjavík. 45% Akureyringa eru óánægðir með stöðu skipulagsmála í sveitarfélaginu skv. könnun Gallup sem birtist fyrr á árinu. Þetta segir okkur eitthvað. Hinn djúpstæði vandi Vandi Hjartagarðsins er því birtingarmynd djúpstæðari vanda í þessum málaflokki. Og sá vandi er að sálfræðileg álitaefni í hönnun og skipulagi umhverfis eru ekki tekin alvarlega. Þau eru að mestu leyst með „almenna skynsemi og hyggjuvit“ að vopni. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygi skipulagsyfirvalda á þessari takmörkuðu nálgun og á mikilvægi þess að við sem manneskjur fáum alvöru vigt í skipulags- og hönnunarferlum. Undirtektirnar eru dræmar – jújú, sálræn áhrif sögð „höfð bakvið eyrað“, sem er álíka sannfærandi og við hönnun brúar væri burðarþol hennar „haft bakvið eyrað“. Við sjáum áhugaleysið raungerast allt í kringum okkur. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að umhverfið hefur afgerandi áhrif á okkur – það er óumdeilt. Meginreglan er þessi: Gott umhverfi hefur góð áhrif á okkur. Slæmt umhverfi hefur slæm áhrif. Aðlaðandi umhverfi dregur okkur að. Fráhrindandi umhverfi ýtir okkur frá. Af hverju horfumst við ekki í augu við þessi einföldu sannindi? Við erum að hanna og skipuleggja umhverfi fyrir fólk – af hverju tökum við ekki alvarlega þau fræði sem fjalla um sálfræn áhrif umhverfis á fólk og hagnýtum þau í þágu uppbyggingar á manneskjulegu og uppbyggilegu umhverfi? Það er fátt um svör. Bæjarstjóri einn spurði fyrst og sagði svo: „Skiptir þetta einhverju máli? Það selst allt“. Skipulagsfulltrúi í öðru sveitarfélagi sagðist ekki skilja af hverju þyrfti að gera viðhorfskönnun meðal almennings á umdeildu uppbyggingarverkefni. Formaður skipulagsráðs svaraði hvorki tölvupóstum né símtölum varðandi þessi mál. Einhverjir segjast „ekki hafa tíma“ til að pæla í þessu því uppbyggingin sé á fullu, sumir ætla „að vera í sambandi fljótlega“. Annars staðar er ábyrgðinni varpað á þann næsta – málið fer hring eftir hring – enginn virðist geta, mega og/eða þora taka ákvörðun. Hvað veldur? Erum við hrædd um að þekking á samspili fólks og umhverfis muni draga úr fjárhagslegum ávinningi þeirra sem standa að uppbyggingarverkefnum? Mun núverandi kerfi ekki standa þetta af sér? Mun pólitíkin missa völdin? Er sjálfsmynd og egó einhverra í hættu? Treystir fólk á vera horfið á braut þegar afleiðingar ákvarðana þeirra koma í ljós? Svona má áfram spyrja. Nú þarf að horfa í spegilinn Tímabil mikillar uppbyggingar íbúðarhúshæðis hefur átt sér stað. Hvernig hefur til tekist? Hvað höfum við lært um samspil fólks og umhverfis á þessum tíma? Áfram blasir við mikil uppbygging. Hefur árangurinn verið svo góður að hann réttlæti sömu nálgun? Hjálpar núverandi nálgun okkur til við að skapa það umhverfi, og þar af leiðandi það samfélag, sem við viljum? Ég segi að byltingar sé þörf ... Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar