Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar Ester Ósk Árnadóttir skrifar 2. ágúst 2022 21:07 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var mjög sáttur með sigurinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. KR byrjaði leikinn afar vel og komst yfir með marki frá Aron Þórð Albertssyni á 16. mínútu. „Við komumst yfir snemma og héldum út þegar KA pressaði á okkur. Við lögðumst kannski full aftarlega sem við ætluðum ekki að gera, við erum hins vegar góðir í því þegar við gerum það.“ „KA náði auðvitað að skapa sér einhver færi en við hentum okkar fyrir allt og fórnuðum okkur í allt og það er það sem ég vil sjá frá liðinu. Við hefum jafnvel geta skoraði 1-2 mörk í viðbót ef við hefðum notað okkar skyndisóknir betur.“ KR gerði 3-3 jafntefli við Val í síðustu umferð og ná í sinn fyrsta sigur í langan tíma í dag, liðið er komið upp í 6. sæti með 21. stig. „Við erum búnir að leggja á okkur ótrúlega mikla vinnu síðustu vikur, þjálfarateymið er búið að leggja harðar að leikmönnum. Leikurinn á móti Val var mjög góður, ég var ánægður með framlagið, allar hlaupatölur og öll vinna sem leikmenn lögðu á sig í þeim leik var til fyrirmyndar.“ Það varð mikill hiti í lok leiks og voru leikmenn og þjálfarar ekki sáttir við dómara leiksins. Rúnar fékk gult spjald undir lok leiks fyrir mótmæli og Arnar Grétarsson þjálfari KA fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrir mótmæli. „KA menn vildu fá vítaspyrnu held ég, ég vildi fá aukaspyrnu sem dómarinn missti af og var augljós og fyrir vikið fór maður í bókina hjá dómaranum. Ef maður fengi ekki aðeins að æsa sig þá væri ekkert gaman að þessu lengur en maður er fljótur að róa sig og biðjast afsökunar og ég geri það bara hér með, ef ég hef farið yfir strikið þá bið ég dómarann afsökunar. Þetta er hins vegar aldrei illa meint, maður er bara keppnismaður, maður vill vinna og að hlutirnir séu gerðir réttir.“ Rúnar fór svo aðeins yfir það hvernig hann vill að hugsunargangurinn sé hjá leikmönnum KR. „Ég vill að leikmenn sé stoltir af því að spila fyrir KR, þeir væru ekki að spila fyrir KR nema að þeir gætu eitthvað í fótbolta og þeir þurfa að spila með smá stolti. Þeir hafa gert það í síðustu tveimur leikjum og stuðningsfólkið okkar sér að menn eru að berjast fyrir félagið og þá verða úrslitin oftar en ekki jákvæð, menn geta talað um heppni í dag en við áttum okkar færi líka.“ Þá fór Rúnar aðeins yfir áherslubreytingar á æfingum og meiðsla vandræði. Við höfum verið að breyta til á æfingum og áherslum þar. Í byrjun á Íslandsmótinu þá hefur maður ekki mikinn tíma til að æfa því þá eru rosa fáir dagar á milli leikja og menn gera voða lítið annað á milli leikja en að ná mönnum heilum aftur. Við erum að vissu leiti búnir að vera mjög óheppnir með meiðsli, til dæmis í dag vantar mér sjö leikmenn sem oftar en ekki væru byrjunarliðsmenn hjá mér. Þetta hefur verið erfitt, við höfum verið með fáa leikmenn á æfingum og stutt á milli leikja og höfum ekki náð að æfa eins vel en nú hefur verið aðeins lengra á milli leikja og þá höfum við náð að nýta það mjög vel. “ Besta deild karla KR KA Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira
KR byrjaði leikinn afar vel og komst yfir með marki frá Aron Þórð Albertssyni á 16. mínútu. „Við komumst yfir snemma og héldum út þegar KA pressaði á okkur. Við lögðumst kannski full aftarlega sem við ætluðum ekki að gera, við erum hins vegar góðir í því þegar við gerum það.“ „KA náði auðvitað að skapa sér einhver færi en við hentum okkar fyrir allt og fórnuðum okkur í allt og það er það sem ég vil sjá frá liðinu. Við hefum jafnvel geta skoraði 1-2 mörk í viðbót ef við hefðum notað okkar skyndisóknir betur.“ KR gerði 3-3 jafntefli við Val í síðustu umferð og ná í sinn fyrsta sigur í langan tíma í dag, liðið er komið upp í 6. sæti með 21. stig. „Við erum búnir að leggja á okkur ótrúlega mikla vinnu síðustu vikur, þjálfarateymið er búið að leggja harðar að leikmönnum. Leikurinn á móti Val var mjög góður, ég var ánægður með framlagið, allar hlaupatölur og öll vinna sem leikmenn lögðu á sig í þeim leik var til fyrirmyndar.“ Það varð mikill hiti í lok leiks og voru leikmenn og þjálfarar ekki sáttir við dómara leiksins. Rúnar fékk gult spjald undir lok leiks fyrir mótmæli og Arnar Grétarsson þjálfari KA fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrir mótmæli. „KA menn vildu fá vítaspyrnu held ég, ég vildi fá aukaspyrnu sem dómarinn missti af og var augljós og fyrir vikið fór maður í bókina hjá dómaranum. Ef maður fengi ekki aðeins að æsa sig þá væri ekkert gaman að þessu lengur en maður er fljótur að róa sig og biðjast afsökunar og ég geri það bara hér með, ef ég hef farið yfir strikið þá bið ég dómarann afsökunar. Þetta er hins vegar aldrei illa meint, maður er bara keppnismaður, maður vill vinna og að hlutirnir séu gerðir réttir.“ Rúnar fór svo aðeins yfir það hvernig hann vill að hugsunargangurinn sé hjá leikmönnum KR. „Ég vill að leikmenn sé stoltir af því að spila fyrir KR, þeir væru ekki að spila fyrir KR nema að þeir gætu eitthvað í fótbolta og þeir þurfa að spila með smá stolti. Þeir hafa gert það í síðustu tveimur leikjum og stuðningsfólkið okkar sér að menn eru að berjast fyrir félagið og þá verða úrslitin oftar en ekki jákvæð, menn geta talað um heppni í dag en við áttum okkar færi líka.“ Þá fór Rúnar aðeins yfir áherslubreytingar á æfingum og meiðsla vandræði. Við höfum verið að breyta til á æfingum og áherslum þar. Í byrjun á Íslandsmótinu þá hefur maður ekki mikinn tíma til að æfa því þá eru rosa fáir dagar á milli leikja og menn gera voða lítið annað á milli leikja en að ná mönnum heilum aftur. Við erum að vissu leiti búnir að vera mjög óheppnir með meiðsli, til dæmis í dag vantar mér sjö leikmenn sem oftar en ekki væru byrjunarliðsmenn hjá mér. Þetta hefur verið erfitt, við höfum verið með fáa leikmenn á æfingum og stutt á milli leikja og höfum ekki náð að æfa eins vel en nú hefur verið aðeins lengra á milli leikja og þá höfum við náð að nýta það mjög vel. “
Besta deild karla KR KA Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira