Yfirklór SFS – Fiskvinnslufólk á ofurlaunum Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 3. ágúst 2022 11:30 Það þarf ekki að koma á óvart að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) grípi til varna þegar við horfum enn og aftur upp á frekari samþjöppun í sjávarútvegi nú þegar Síldarvinnslan hefur eignast sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík, sem áður hafði komist yfir nokkur öflug sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni. Fyrirtæki sem voru máttarstólpar í viðkomandi byggðarlögum, ég nefni Húsavík, Þingeyri og Djúpavog. Loforð Vísismanna um að efla staðina með kaupum á aflaheimildum og vinnslum dugðu skammt og eru efni í aðra grein, enda mikil sorgarsaga. Því miður á þetta ekki bara við um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík. Önnur stór sjávarútvegsfyrirtæki hafa leikið þennan sama leik í gegnum tíðina í skjóli stjórnmálamanna og aðgengis að óheftu fjármagni í bankakerfinu, afleiðingarnar liggja fyrir með tilheyrandi byggðaröskun víða um land. Rétt er að taka fram að samkvæmt fréttum eru kaupin á Vísi gerð með fyrirvara um samþykkt hluthafa Síldarvinnslunnar og Samkeppniseftirlitsins. Þegar Vísir hf. komst yfir Fiskiðjusamlag Húsavíkur á sínum tíma var unnið þar úr um 3.000 tonnum af bolfiski og 8.000 tonnum af rækju. Veiðiheimildir voru um 2.000 þorskígildistonn. Starfsmenn voru um 120 fyrir utan tengda starfsemi. Útgerð og vinnslu á þessum þremur stöðum á vegum Vísis hf. var nokkrum árum síðar hætt sbr. Húsavík og kvótinn fluttur suður til Grindavíkur árið 2014. Starfsfólkinu var boðið að fylgja með, sem fjölmargir þáðu enda beið þeirra flestra ekkert annað en atvinnuleysi. Boðið var upp á sætaferðir og húsnæði í Grindavík. Á Alþingi var talað um stórkostlegustu hreppaflutninga síðari tíma þar sem stjórnarandstaðan mótmælti þessum gjörningi hástöfum. Upp í hugann koma líka átökin sem urðu fyrir nokkrum árum innan bæjarstjórnar Grindavíkur við söluna á línuveiðibátnum Sandfelli SU 75 ásamt sölu á veiðiheimildum frá Grindavík til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Einn af eigendum Vísis hf. sem þá var bæjarfulltrúi í Grindavík og jafnframt þingmaður Framsóknar fór mjög hörðum orðum um söluna á aflaheimildum úr plássinu. Í fréttum kom fram að það hefði soðið upp úr á fundinum og bæjarfulltrúinn hefði sakað aðra bæjarfulltrúa um ábyrgðar- og dómgreindarleysi, störf myndu tapast og fólk væri farið að tala um að flytja úr bænum. Á þessum tíma deildi ég þessum áhyggjum með bæjarfulltrúanum enda alltaf slæmt að missa veiðiheimildir úr byggðarlögum, ekki síst þar sem atvinnulífið er frekar einhæft fyrir. Bæjarfulltrúinn hafði hins vegar engar áhyggjur af þeim byggðarlögum sem urðu af fiskiveiðiheimildum vegna ákvörðunar Vísis hf. um að leggja niður starfsemina og flytja heimildirnar til Grindavíkur. Hann virðist heldur ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni í Grindavík nú þegar fyrirtæki í hans eigu hefur selt reksturinn og þar með veiðiheimildirnar úr bænum austur á firði. Getur verið að milljarðarnir sem renna í vasa hans við söluna á fjölskyldufyrirtækinu Vísi hf. orsaki þetta skoðanaleysi? Vonandi fer ekki svo að útgerð og fiskvinnsla í Grindavík beri skarðan hlut frá borði við þessi vistaskipti á veiðiheimilum frá útgerðarbænum austur á firði. Ég geri hins vegar ekkert með yfirlýsingar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem hefur lofað því að áfram verði rekinn öflugur sjávarútvegur frá Grindavík á vegum fyrirtækisins. Rifjum upp frétt frá árinu 1997 úr því ágæta blaði Bæjarins besta á Ísafirði; „Ísfirðingar og Vestfirðingar virðast þó ekki þurfa að óttast að Guðbjörgin hverfi til nýrra lendna því bæði Samherjamenn og Hrannarmenn hafa keppst við að lýsa yfir að Guðbjörg verði áfram gerð út frá Ísafirði og með sömu áhöfn“. Hvernig fór, er Guggan gul í dag? Vissulega er fólki um land allt misboðið hvernig fámennur en valdamikill hópur í þjóðfélaginu getur ráðskast með fiskveiðikvótann sem er þjóðareign. Því miður er ekki að sjá að stjórnmálamenn hafi burði eða kjark til að takast á við þetta stóra mein í íslensku samfélagi þar sem margir þeirra eru flæktir í málið með einum eða öðrum hætti sem er miður. Hugsanlega er málið hreinlega tapað. Í upphafi greinarinnar vitna ég í viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við umræðunni um söluna á Vísi hf. Framkvæmdastjóri SFS taldi sig knúna til að bregðast við umræðunni á dögunum með grein sem ber yfirskriftina; „Yfirráð í sjávarútvegi – hver er reglan?“. Þar er komið inn á söluna og umræðuna um yfirráð og tengsl aðila í sjávarútvegi auk þess sem fjallað er um ávinninginn af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Því miður eins og oft áður er sannleikurinn ekki alltaf hafður með í skríninu þegar forsvarsmenn sjávarútvegsins ryðjast fram á ritvöllinn með sinn gegndarlausa áróður. Í greininni er fullyrt að laun í fiskvinnslu á Íslandi séu hærri en meðallaun í landinu og þau hæstu í heiminum. Sem fyrrverandi fiskvinnslumaður og núverandi talsmaður þeirra sem formaður í stéttarfélagi verkafólks verður manni hreinlega misboðið að sitja undir svona áróðri, þrátt fyrir að vera vanur ýmsu frá þessum samtökum. Reiknimeistarar SFS þurfa greinilega á endurmenntunarnámskeiði að halda varðandi útreikning á kjörum fiskvinnslufólks. Ég hef þegar óskað eftir því að samtökin leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. Bæði hvað varðar samanburðartölur um launakjör á Íslandi og eins á launakjörum fiskvinnslufólks milli landa þar sem SFS fullyrðir að launakjör fiskvinnslufólks á Íslandi séu þau bestu í heimi. Ég sem formaður í stéttarfélagi ætti að gleðjast yfir því enda væri fullyrðingin um ofurlaun fiskvinnslufólks byggð á rökum. En þar sem hún er byggð á sandi er ekki yfir neinu að gleðjast. Þegar rýnt er í tölfræði Hagstofunnar, sem heldur utan um þessar upplýsingar, má sjá það rétta í málinu. Laun í fiskvinnslu eru ekki hærri en meðallaun á Íslandi. Á árinu 2021, voru meðallaun fullvinnandi í fiskvinnslu kr. 611.000,- ef miðað er við heildarlaun. Meðal heildarlaun á vinnumarkaði voru á sama tímabili kr. 823.000,-. Fyrir almenna vinnumarkaðinn er meðaltalið kr. 808.000,- á mánuði en hæst hjá ríkisstarfsmönnum þar sem það er kr. 903.000,-. Með heildarlaunum er átt við öll laun einstaklinga, þ.m.t. regluleg laun, auk álags, bónusa og yfirvinnu ásamt óreglulegum greiðslum s.s. orlofs- og desemberuppbót, eingreiðslur, ákvæðisgreiður og uppgjörs vegna uppmælinga. Hafa ber í huga að á bak við laun fiskvinnslufólks eru fleiri vinnustundir en gengur og gerist á vinnumarkaði. Greiddar stundir voru þannig 195 að meðaltali á mánuði hjá fiskvinnslufólki borið saman við 177 stundir að jafnaði á vinnumarkaði. Munurinn er því meiri ef skoðað er meðaltímakaup. Það stendur ekki á mér að eiga gott samtal við forsvarsmenn SFS í komandi kjaraviðræðum um að tryggja fiskvinnslufólki á Íslandi bestu launakjör sem þekkjast í þessari atvinnugrein í heiminum og að kjör fiskvinnslufólks komist yfir meðallaun á Íslandi. Ég efast ekki um að samtökin vilji standa við stóru orðin um að þetta sé raunveruleikinn sem við búum við í dag. Það sem styrkir okkur í þeirri trú að þetta geti gengið eftir, eru fullyrðingar SFS um að sjávarútvegur á Íslandi sé sá arðsamasti í heimi sem ber að gleðjast yfir. Í ljósi þess, látum verkin tala og tryggjum fiskvinnslufólki mannsæmandi laun. Til fróðleiks má geta þess að föst mánaðarlaun hjá fiskvinnslufólki á Íslandi eru á bilinu kr. 370.000 upp í kr. 387.000,- samkvæmt gildandi launatöflum aðila vinnumarkaðarins. Launatöflurnar eru aðgengilegar á netinu. Skyldu reiknimeistarar SFS vita af því? Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Aðalsteinn Árni Baldursson Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma á óvart að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) grípi til varna þegar við horfum enn og aftur upp á frekari samþjöppun í sjávarútvegi nú þegar Síldarvinnslan hefur eignast sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík, sem áður hafði komist yfir nokkur öflug sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni. Fyrirtæki sem voru máttarstólpar í viðkomandi byggðarlögum, ég nefni Húsavík, Þingeyri og Djúpavog. Loforð Vísismanna um að efla staðina með kaupum á aflaheimildum og vinnslum dugðu skammt og eru efni í aðra grein, enda mikil sorgarsaga. Því miður á þetta ekki bara við um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík. Önnur stór sjávarútvegsfyrirtæki hafa leikið þennan sama leik í gegnum tíðina í skjóli stjórnmálamanna og aðgengis að óheftu fjármagni í bankakerfinu, afleiðingarnar liggja fyrir með tilheyrandi byggðaröskun víða um land. Rétt er að taka fram að samkvæmt fréttum eru kaupin á Vísi gerð með fyrirvara um samþykkt hluthafa Síldarvinnslunnar og Samkeppniseftirlitsins. Þegar Vísir hf. komst yfir Fiskiðjusamlag Húsavíkur á sínum tíma var unnið þar úr um 3.000 tonnum af bolfiski og 8.000 tonnum af rækju. Veiðiheimildir voru um 2.000 þorskígildistonn. Starfsmenn voru um 120 fyrir utan tengda starfsemi. Útgerð og vinnslu á þessum þremur stöðum á vegum Vísis hf. var nokkrum árum síðar hætt sbr. Húsavík og kvótinn fluttur suður til Grindavíkur árið 2014. Starfsfólkinu var boðið að fylgja með, sem fjölmargir þáðu enda beið þeirra flestra ekkert annað en atvinnuleysi. Boðið var upp á sætaferðir og húsnæði í Grindavík. Á Alþingi var talað um stórkostlegustu hreppaflutninga síðari tíma þar sem stjórnarandstaðan mótmælti þessum gjörningi hástöfum. Upp í hugann koma líka átökin sem urðu fyrir nokkrum árum innan bæjarstjórnar Grindavíkur við söluna á línuveiðibátnum Sandfelli SU 75 ásamt sölu á veiðiheimildum frá Grindavík til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Einn af eigendum Vísis hf. sem þá var bæjarfulltrúi í Grindavík og jafnframt þingmaður Framsóknar fór mjög hörðum orðum um söluna á aflaheimildum úr plássinu. Í fréttum kom fram að það hefði soðið upp úr á fundinum og bæjarfulltrúinn hefði sakað aðra bæjarfulltrúa um ábyrgðar- og dómgreindarleysi, störf myndu tapast og fólk væri farið að tala um að flytja úr bænum. Á þessum tíma deildi ég þessum áhyggjum með bæjarfulltrúanum enda alltaf slæmt að missa veiðiheimildir úr byggðarlögum, ekki síst þar sem atvinnulífið er frekar einhæft fyrir. Bæjarfulltrúinn hafði hins vegar engar áhyggjur af þeim byggðarlögum sem urðu af fiskiveiðiheimildum vegna ákvörðunar Vísis hf. um að leggja niður starfsemina og flytja heimildirnar til Grindavíkur. Hann virðist heldur ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni í Grindavík nú þegar fyrirtæki í hans eigu hefur selt reksturinn og þar með veiðiheimildirnar úr bænum austur á firði. Getur verið að milljarðarnir sem renna í vasa hans við söluna á fjölskyldufyrirtækinu Vísi hf. orsaki þetta skoðanaleysi? Vonandi fer ekki svo að útgerð og fiskvinnsla í Grindavík beri skarðan hlut frá borði við þessi vistaskipti á veiðiheimilum frá útgerðarbænum austur á firði. Ég geri hins vegar ekkert með yfirlýsingar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem hefur lofað því að áfram verði rekinn öflugur sjávarútvegur frá Grindavík á vegum fyrirtækisins. Rifjum upp frétt frá árinu 1997 úr því ágæta blaði Bæjarins besta á Ísafirði; „Ísfirðingar og Vestfirðingar virðast þó ekki þurfa að óttast að Guðbjörgin hverfi til nýrra lendna því bæði Samherjamenn og Hrannarmenn hafa keppst við að lýsa yfir að Guðbjörg verði áfram gerð út frá Ísafirði og með sömu áhöfn“. Hvernig fór, er Guggan gul í dag? Vissulega er fólki um land allt misboðið hvernig fámennur en valdamikill hópur í þjóðfélaginu getur ráðskast með fiskveiðikvótann sem er þjóðareign. Því miður er ekki að sjá að stjórnmálamenn hafi burði eða kjark til að takast á við þetta stóra mein í íslensku samfélagi þar sem margir þeirra eru flæktir í málið með einum eða öðrum hætti sem er miður. Hugsanlega er málið hreinlega tapað. Í upphafi greinarinnar vitna ég í viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við umræðunni um söluna á Vísi hf. Framkvæmdastjóri SFS taldi sig knúna til að bregðast við umræðunni á dögunum með grein sem ber yfirskriftina; „Yfirráð í sjávarútvegi – hver er reglan?“. Þar er komið inn á söluna og umræðuna um yfirráð og tengsl aðila í sjávarútvegi auk þess sem fjallað er um ávinninginn af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Því miður eins og oft áður er sannleikurinn ekki alltaf hafður með í skríninu þegar forsvarsmenn sjávarútvegsins ryðjast fram á ritvöllinn með sinn gegndarlausa áróður. Í greininni er fullyrt að laun í fiskvinnslu á Íslandi séu hærri en meðallaun í landinu og þau hæstu í heiminum. Sem fyrrverandi fiskvinnslumaður og núverandi talsmaður þeirra sem formaður í stéttarfélagi verkafólks verður manni hreinlega misboðið að sitja undir svona áróðri, þrátt fyrir að vera vanur ýmsu frá þessum samtökum. Reiknimeistarar SFS þurfa greinilega á endurmenntunarnámskeiði að halda varðandi útreikning á kjörum fiskvinnslufólks. Ég hef þegar óskað eftir því að samtökin leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. Bæði hvað varðar samanburðartölur um launakjör á Íslandi og eins á launakjörum fiskvinnslufólks milli landa þar sem SFS fullyrðir að launakjör fiskvinnslufólks á Íslandi séu þau bestu í heimi. Ég sem formaður í stéttarfélagi ætti að gleðjast yfir því enda væri fullyrðingin um ofurlaun fiskvinnslufólks byggð á rökum. En þar sem hún er byggð á sandi er ekki yfir neinu að gleðjast. Þegar rýnt er í tölfræði Hagstofunnar, sem heldur utan um þessar upplýsingar, má sjá það rétta í málinu. Laun í fiskvinnslu eru ekki hærri en meðallaun á Íslandi. Á árinu 2021, voru meðallaun fullvinnandi í fiskvinnslu kr. 611.000,- ef miðað er við heildarlaun. Meðal heildarlaun á vinnumarkaði voru á sama tímabili kr. 823.000,-. Fyrir almenna vinnumarkaðinn er meðaltalið kr. 808.000,- á mánuði en hæst hjá ríkisstarfsmönnum þar sem það er kr. 903.000,-. Með heildarlaunum er átt við öll laun einstaklinga, þ.m.t. regluleg laun, auk álags, bónusa og yfirvinnu ásamt óreglulegum greiðslum s.s. orlofs- og desemberuppbót, eingreiðslur, ákvæðisgreiður og uppgjörs vegna uppmælinga. Hafa ber í huga að á bak við laun fiskvinnslufólks eru fleiri vinnustundir en gengur og gerist á vinnumarkaði. Greiddar stundir voru þannig 195 að meðaltali á mánuði hjá fiskvinnslufólki borið saman við 177 stundir að jafnaði á vinnumarkaði. Munurinn er því meiri ef skoðað er meðaltímakaup. Það stendur ekki á mér að eiga gott samtal við forsvarsmenn SFS í komandi kjaraviðræðum um að tryggja fiskvinnslufólki á Íslandi bestu launakjör sem þekkjast í þessari atvinnugrein í heiminum og að kjör fiskvinnslufólks komist yfir meðallaun á Íslandi. Ég efast ekki um að samtökin vilji standa við stóru orðin um að þetta sé raunveruleikinn sem við búum við í dag. Það sem styrkir okkur í þeirri trú að þetta geti gengið eftir, eru fullyrðingar SFS um að sjávarútvegur á Íslandi sé sá arðsamasti í heimi sem ber að gleðjast yfir. Í ljósi þess, látum verkin tala og tryggjum fiskvinnslufólki mannsæmandi laun. Til fróðleiks má geta þess að föst mánaðarlaun hjá fiskvinnslufólki á Íslandi eru á bilinu kr. 370.000 upp í kr. 387.000,- samkvæmt gildandi launatöflum aðila vinnumarkaðarins. Launatöflurnar eru aðgengilegar á netinu. Skyldu reiknimeistarar SFS vita af því? Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun