Óskar „heyrði einu sinni í“ Norrköping en tekur ekki við liðinu Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 15:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson segist vera í frábæru starfi sem þjálfari Breiðabliks. vísir/Diego Nú virðist útséð um að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði næsti þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Norrköping. Hann gaf enda lítið fyrir orðróminn, aðspurður um hann í gær. Óskar stýrir Breiðabliki í kvöld þegar liðið tekur á móti Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Eftir góðan árangur Breiðabliks og Gróttu undir stjórn Óskars má ætla að erlend félög beri víurnar í þennan 48 ára gamla þjálfara. Norrköping er þar á meðal en samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidende hefur félagið nú ákveðið að ráða Danann Glen Riddersholm sem þjálfara liðsins. Í samtali við Stöð 2 í gær var Óskar spurður út í þann orðróm að hann kæmi til greina sem þjálfari Norrköping og svaraði hann þá: „Þetta er bara endurvinnsla á gömlum fréttum held ég. Ég heyrði í þeim einu sinni og hef ekkert heyrt í þeim meira. Ég get svo sem ekkert verið að velta mér upp úr því eða flytja einhverjar fréttir. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og það er bara frábært starf. Heiður að stýra þessu liði og þar er hugur minn núna.“ Riddersholm er fimmtugur og hefur verið án starfs í nokkra mánuði eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari hjá belgíska félaginu Genk. áður þjálfaði hann í dönsku úrvalsdeildinni, hjá SönderjyskE, AGF og Midtjylland. Óhætt er að segja að Norrköping sé mikið Íslendingalið en í leikmannahópi aðalliðs félagsins eru nú fjórir Íslendingar, þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Sjá meira
Óskar stýrir Breiðabliki í kvöld þegar liðið tekur á móti Istanbul Basaksehir í Sambandsdeild Evrópu. Eftir góðan árangur Breiðabliks og Gróttu undir stjórn Óskars má ætla að erlend félög beri víurnar í þennan 48 ára gamla þjálfara. Norrköping er þar á meðal en samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidende hefur félagið nú ákveðið að ráða Danann Glen Riddersholm sem þjálfara liðsins. Í samtali við Stöð 2 í gær var Óskar spurður út í þann orðróm að hann kæmi til greina sem þjálfari Norrköping og svaraði hann þá: „Þetta er bara endurvinnsla á gömlum fréttum held ég. Ég heyrði í þeim einu sinni og hef ekkert heyrt í þeim meira. Ég get svo sem ekkert verið að velta mér upp úr því eða flytja einhverjar fréttir. Ég er bara þjálfari Breiðabliks og það er bara frábært starf. Heiður að stýra þessu liði og þar er hugur minn núna.“ Riddersholm er fimmtugur og hefur verið án starfs í nokkra mánuði eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari hjá belgíska félaginu Genk. áður þjálfaði hann í dönsku úrvalsdeildinni, hjá SönderjyskE, AGF og Midtjylland. Óhætt er að segja að Norrköping sé mikið Íslendingalið en í leikmannahópi aðalliðs félagsins eru nú fjórir Íslendingar, þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Sjá meira
Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. 2. ágúst 2022 11:31