Kvikustreymið nýtur sín einstaklega vel í kvöldbirtunni og rökkrinu, eins og sjá má glögglega á þessum myndum sem Einar Árnason tökumaður okkar tók með dróna í gær.
Eldgosið hefur haldið áfram að malla í dag. Sprungan sem gýs á hefur farið minnkandi en hraunið breiðir úr sér á gossvæðinu.
Áfram er fylgst með öllum vendingum á svæðinu í vaktinni á Vísi, sem nálgast má hér.