„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 21:42 Arnar Gunnlaugsson hefur stýrt Víkingi til sigurs í fjórum Evrópuleikjum af sjö í sumar. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. „Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Sjá meira
„Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Sjá meira