Fótbolti

„Þetta voru bestu 90 mínútur sem við höfum átt í sumar“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með úrslit kvöldsins. 
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með úrslit kvöldsins.  Diego

„Ég er mjög ánægður. Við vorum betra liðið í leiknum. Við gerðum réttu hlutina, héldum boltanum á hreyfingu, fundum góðar lausnir og náðum loksins að brjóta þær niður,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar R., eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í kvöld.

„Við vildum halda boltanum á hreyfingu. Við vorum ekki með neitt plan því ég vissi ekki hvaða liði ég myndi mæta. Mér fannst við spila vel úr þessu miðað við óvissuna með hverju við myndum mæta hér í dag. Ég held þetta séu bestu 90 mínútur sem við höfum spilað í sumar.“

Þróttur fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en þær náði ekki að nýta þau. Nik sagði að í seinni hálfleik hafi þær haft meiri vilja til að skora og þá kom þetta allt heim og saman. 

„Við settum boltann í netið í seinni hálfleik. Við fengum tækifæri til þess í fyrri hálfleik en vorum ekki nógu grimmar. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að halda áfram því sem þær voru að gera en þegar að tækifæri gefst að hafa aðeins meiri vilja til þess að skora. Murphy skoraði svo fyrsta markið og ég er mjög glaður að Ólöf skoraði seinna því hún er búin að bíða eftir að skora.“

Nik vill halda áfram að byggja ofan á þetta fyrir næsta leik. 

„Við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það sem við sáum í dag. Þetta voru bestu 90 mínútur sem við höfum átt í sumar og við ætlum að byggja ofan á það og taka skref fram á við.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×