Heyrir sama munnsöfnuð núna og hann fékk fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 5. ágúst 2022 21:46 Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson segir að sjaldan hafi verið jafn mikilvægt að tala gegn hatri. Vísir/Vilhelm Gleðiganga Hinsegin daga er gengin á morgun og eru margir í óðaönn við að klára undirbúninginn fyrir stóra daginn. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur að venju í stórræðum á þessum tíma. Í ár er þemað tónleikar á hjólum. „Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
„Þetta verður svona klúbbagigg á hjólum, smá diskó, smá Mad Max: Fury Road. Ég er ekki að gera skúlptúr, þetta er kannski svolítið hrárra en venjulega en ég verð með fimmtíu dansara með mér hér til fulltingis. Dansara sem geta í alvörunni hreyft sig,“ sagði Páll Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann reyni að alltaf að toppa sig að einhverju leyti á hverju ári og fólk geti búið sig undir glæsilegt atriði þar sem öllu verði tjaldað til. Markmiðið sé að verða enn að þegar hann verði orðinn 83 ára gömul drottning árið 2075. Safnast saman við Hallgrímskirkju á morgun Palli segir að burt séð frá glamúrnum og sjónarspilinu sé meginmarkmið hans líkt og alltaf að breiða út jákvæðan og mikilvægan boðskap. „Það er engu líkara með þessi skýru skilaboð: Út með hatrið, inn með ástina, að við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni.“ „Ég er að sjá það sjálfur einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum að transfólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir þrjátíu árum síðan. Ég athuga kannski Youtube og skrifa kannski transgender og þá gossar yfir mann einhver ógeðsboðskapur þar sem transfólki er fundið allt til foráttu. Sömu skilaboðin og ég fékk: „Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert sautján ára? Hvernig veistu hvað þú vilt þegar þú ert barn? Er þetta ekki bara einhver athyglissýki í þér?““ Páll Óskar segir að þau sem vilji mótmæla þessum þankagangi og munnsöfnuði eigi að mæta við Hallgrímskirkju klukkan 13 á morgun þar sem þátttakendur í gleðigöngu Hinsegin daga muni safnast saman og leggja af stað klukkan 14. Þaðan verður gengið eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. 2. ágúst 2022 21:30
Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi 30. júlí 2022 14:03