Fótbolti

Benteke verður liðsfélagi Victors hjá D.C. United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christian Benteke er mættur í MLS-deildina.
Christian Benteke er mættur í MLS-deildina. Vincent Van Doornick/Isosport/MB Media/Getty Images

Belgíski framherjinn Christian Benteke er genginn til liðs við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá Crystal Palace.

Benteke verður því liðsfélagi Guðlaugs Victors Pálssonar sem gekk til liðs við D.C. United fyrr í sumar, stuttu eftir að Wayne Rooney tók við liðinu.

Þessi 31 árs framherji skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við D.C. United, en samningurinn gefur einnig möguleika á árs framlengingu.

Benteke hefur undanfarinn áratug leikið í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað 86 mörk í 280 leikjum fyrir Aston Villa, Liverpool og Crystal Palace.

Hans besta tímabil í ensku úrvalsdeildinni var 2012/2013 þar sem hann skoraði 19 mörk fyrir Aston Villa sem varð til þess að Liverpool greiddi 32,5 milljónir punda fyrir leikmanninn. Ári síðar varð hann dýrasti leikmaður Crystal Palace frá upphafi .þegar félagið greiddi 27 milljónir punda fyrir hann.

Benteke á að baki 45 leiki fyrir belgíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 18 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×