Serena Williams hættir Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 13:24 Serena Williams ætlar að hætta að keppa í tennis eftir nokkrar vikur, eftir einstakan feril. Getty Tennisstjarnan Serena Williams greinir frá því í grein sem Vogue birtir í dag að hún muni leggja tennisspaðann á hilluna eftir nokkrar vikur. Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna. Tennis Bandaríkin Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul Sjá meira
Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna.
Tennis Bandaríkin Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul Sjá meira