Endalaus lægðagangur í kortunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 08:10 Ferðamenn á gosstöðvunum hafa ekki farið varhluta af linnulausum lægðunum sem nú ganga yfir landið. Vísir/Vilhelm Ekkert lát virðist ætla að verða á lægðagangi suðvestantil á landinu. Hlýjast og þurrast verður að öllum líkindum á Austurlandi næstu daga. Hlutskipti Íslands þetta sumarið er að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu. „Það er ekki að sjá, það er eiginlega bara endalaust lægðagangur í kortunum,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar hann var spurður hvort búast megi við því að það fari að birta til og stytta upp. „Það er aðeins rólegra sunnudag, mánudag og þriðjudag en svo koma nýjar lægðir.“ Allur ágústmánuður hefur einkennst af blautu og gráu veðri og höfuðborgarbúar hafa vart séð til sólar, í raun eru margir farnir að horfast í augu við það að sumrinu sé sennilega lokið. Óli Þór segir að Ísland þurfi að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu „Við liggjum bara svolítið illa fyrir þessu á meðan þessi hlýindi ganga yfir Evrópu.“ Megum við þá búast við þessu næsta mánuðinn? „Nei, það er langt í það ennþá að við getum sagt til um það. Þessar helstu spár eru sammála um 5 daga fram í tímann en svo fara þær í sitthvora áttina.“ Veðurhorfur næsta sólarhringinn Vestlæg átt, 5-15, hvassast norðaustantil. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Lægir heldur í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir, einkum sunnan- og austantil. Fer að rigna um landið suðvestanvert annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira
„Það er ekki að sjá, það er eiginlega bara endalaust lægðagangur í kortunum,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar hann var spurður hvort búast megi við því að það fari að birta til og stytta upp. „Það er aðeins rólegra sunnudag, mánudag og þriðjudag en svo koma nýjar lægðir.“ Allur ágústmánuður hefur einkennst af blautu og gráu veðri og höfuðborgarbúar hafa vart séð til sólar, í raun eru margir farnir að horfast í augu við það að sumrinu sé sennilega lokið. Óli Þór segir að Ísland þurfi að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu „Við liggjum bara svolítið illa fyrir þessu á meðan þessi hlýindi ganga yfir Evrópu.“ Megum við þá búast við þessu næsta mánuðinn? „Nei, það er langt í það ennþá að við getum sagt til um það. Þessar helstu spár eru sammála um 5 daga fram í tímann en svo fara þær í sitthvora áttina.“ Veðurhorfur næsta sólarhringinn Vestlæg átt, 5-15, hvassast norðaustantil. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Lægir heldur í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir, einkum sunnan- og austantil. Fer að rigna um landið suðvestanvert annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira