Mjaldurinn í Signu svæfður eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 08:56 Mjaldurinn vakti mikla athygli á meðan hann svamlaði um í Signu. Ap/Aurelien Morissard Vannærður mjaldur sem fastur var í ánni Signu í rúma viku var fluttur þaðan í gær í umfangsmiklum björgunaraðgerðum. Til stóð að færa hvalinn í saltvatnstank í Normandí til að bjarga lífi hans en í dag var greint frá því að mjaldurinn hafi drepist á leiðinni. Þetta segja frönsk yfirvöld en það tók yfir áttatíu manns sex klukkustundir að hífa dýrið upp úr ánni í gær. Eftir það voru framkvæmdar ýmsar heilsufarsmælingar og segja dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd France að mjaldurinn hafi verið hættulega magur og ekki með neina virkni í meltingarvegi. Dýraverndunarsinnar höfðu reynt að fá hvalinn, sem var um sjötíu kílómetra norður af París, til að gæða sér á fiski frá því á föstudag án árangurs. Fram kemur í frétt CNN að vísindamenn haft miklar áhyggjur af þyngdartapi mjaldursins og svæft hann skömmu síðar. Að sögn Florence Ollivet-Courtois, dýralæknis hjá slökkviliðinu í Essonne, sáu dýralæknar að heilsu mjaldursins hafi hrakað á meðan ferðalaginu stóð og hann meðal annars átt erfitt með öndun. „Dýrið var greinilega að þjást og við ákváðum að það væri tilgangslaust að sleppa því aftur svo við þurftum að svæfa það.“ Le béluga a été sorti de l eau après de longues heures de préparation et d efforts. Bravo aux équipes impliquées d avoir relevé ce défi.Les premiers examens médicaux ont été faits, les résultats seront bientôt connus. Le béluga va maintenant prendre la route vers Ouistreham. pic.twitter.com/Vc8aBMKf6r— Sea Shepherd France (@SeaShepherdFran) August 10, 2022 Sea Sheperd France greindi áður frá því að um væri að ræða karldýr með enga þekkta smitsjúkdóma og að dýralæknar ætluðu að reyna að koma meltingu dýrsins í samt horf. Til stóð að flytja 800 kílóa dýrið um 160 kílómetra með kælitrukki að strönd hafnarbæjarins Ouistreham í norðausturhluta Frakklands. Yfirvöld ætluðu að hafa fjögurra metra langan mjaldurinn í saltvatnstanki í tvo til þrjá daga og á sama tíma og náið yrði fylgst með heilsu hans og honum veitt læknismeðferð. Að því loknu átti að draga mjaldurinn aftur út á sjó. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fregnir bárust af því að mjaldurinn hafi verið svæfður. Frakkland Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Þetta segja frönsk yfirvöld en það tók yfir áttatíu manns sex klukkustundir að hífa dýrið upp úr ánni í gær. Eftir það voru framkvæmdar ýmsar heilsufarsmælingar og segja dýraverndunarsamtökin Sea Shepherd France að mjaldurinn hafi verið hættulega magur og ekki með neina virkni í meltingarvegi. Dýraverndunarsinnar höfðu reynt að fá hvalinn, sem var um sjötíu kílómetra norður af París, til að gæða sér á fiski frá því á föstudag án árangurs. Fram kemur í frétt CNN að vísindamenn haft miklar áhyggjur af þyngdartapi mjaldursins og svæft hann skömmu síðar. Að sögn Florence Ollivet-Courtois, dýralæknis hjá slökkviliðinu í Essonne, sáu dýralæknar að heilsu mjaldursins hafi hrakað á meðan ferðalaginu stóð og hann meðal annars átt erfitt með öndun. „Dýrið var greinilega að þjást og við ákváðum að það væri tilgangslaust að sleppa því aftur svo við þurftum að svæfa það.“ Le béluga a été sorti de l eau après de longues heures de préparation et d efforts. Bravo aux équipes impliquées d avoir relevé ce défi.Les premiers examens médicaux ont été faits, les résultats seront bientôt connus. Le béluga va maintenant prendre la route vers Ouistreham. pic.twitter.com/Vc8aBMKf6r— Sea Shepherd France (@SeaShepherdFran) August 10, 2022 Sea Sheperd France greindi áður frá því að um væri að ræða karldýr með enga þekkta smitsjúkdóma og að dýralæknar ætluðu að reyna að koma meltingu dýrsins í samt horf. Til stóð að flytja 800 kílóa dýrið um 160 kílómetra með kælitrukki að strönd hafnarbæjarins Ouistreham í norðausturhluta Frakklands. Yfirvöld ætluðu að hafa fjögurra metra langan mjaldurinn í saltvatnstanki í tvo til þrjá daga og á sama tíma og náið yrði fylgst með heilsu hans og honum veitt læknismeðferð. Að því loknu átti að draga mjaldurinn aftur út á sjó. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fregnir bárust af því að mjaldurinn hafi verið svæfður.
Frakkland Dýr Tengdar fréttir Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. 7. ágúst 2022 20:28