Þjálfari Senegal svarar hinum umdeilda forseta Napoli: „Erum ekki að berjast við félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 23:01 Aliou Cisse (til vinstri), þjálfari Senegal. EPA-EFE/KHALED ELFIQI Aurelio De Laurentiis, hinn umdeildi forseti ítalska knattspyrnuliðsins Napoli, er hættur að kaupa afríska leikmenn nema þeir uppfylli eitt skilyrði. Þeir mega ekki spila á Afríkumótinu. Þetta telur Aliou Cisse, þjálfari Senegal, gjörsamlega fráleitt. Laurentiis opinberaði skoðun sína fyrir skemmstu eftir að Napoli hafði selt miðvörðinn Kalidou Koulibaly, fyrirliða Senegal, til Chelsea. Cisse ræddi við breska ríkisútvarpið, BBC, um málið og segir umræðuna vera á villigötum. Hann tók Suður-Ameríku sem dæmi en það segir enginn orð er leikmaður er valinn í brasilíska landsliðið. „Afríkukeppnin er mikilvæg, ekki aðeins fyrir þjóð okkar heldur er hún er mikilvæg fyrir heimsálfuna Afríku. Leikmaður getur spilað fyrir tólf lið en við höfum aðeins eitt landslið,“ hóf Cisse á að segja. Þjálfarinn tók einnig fram að aldrei myndu leikmenn taka félagslið fram yfir þjóð sína, sama hvað Aruelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur að segja um málið. „Ef leikmenn Senegal, líka þeir sem spila í Evrópu, eru samkeppnishæfir þá kemur til greina að velja þá í landslið Senegal fyrir Afríkukeppnina.“ „Þegar Brasilía þarf á leikmanni að halda þá er engin umræða, hann spilar. Við erum fimm klukkustundum frá Evrópu á meðan sumar þjóðir í Suður-Ameríku eru 17 eða 18 tímum frá Evrópu. Það er samt engin umræða um það. Af hverju ætti umræðan aðeins að vera til staðar þegar kemur að leikmönnum frá Afríku?“ 'Clubs will never be above our flag and our national teams' Senegal coach Aliou Cisse has 'challenged' Napoli not to buy African players following the comments by its owner saying he didn't want African players who would take part in Afcon. https://t.co/fDnj4dfFV5 pic.twitter.com/fHz1KWjxnH— BBC News Africa (@BBCAfrica) August 9, 2022 Cisse segir það einfaldlega ekki standast rökhugsun að Senegal mæti til leiks í Afríkukeppnina án sinna bestu leikmanna. „Félög ættu hins vegar að ræða og deila hugmyndum til að finna sem besta lausn á þessu, fyrir bæði félagsliðin og landsliðin. Við erum ekki að berjast við félögin. Ég hef verið hér í sjö ár og hef alltaf reynt að eiga í góðum samskiptum við félagslið leikmanna,“ sagði Cisse að endingu. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Laurentiis opinberaði skoðun sína fyrir skemmstu eftir að Napoli hafði selt miðvörðinn Kalidou Koulibaly, fyrirliða Senegal, til Chelsea. Cisse ræddi við breska ríkisútvarpið, BBC, um málið og segir umræðuna vera á villigötum. Hann tók Suður-Ameríku sem dæmi en það segir enginn orð er leikmaður er valinn í brasilíska landsliðið. „Afríkukeppnin er mikilvæg, ekki aðeins fyrir þjóð okkar heldur er hún er mikilvæg fyrir heimsálfuna Afríku. Leikmaður getur spilað fyrir tólf lið en við höfum aðeins eitt landslið,“ hóf Cisse á að segja. Þjálfarinn tók einnig fram að aldrei myndu leikmenn taka félagslið fram yfir þjóð sína, sama hvað Aruelio de Laurentiis, forseti Napoli, hefur að segja um málið. „Ef leikmenn Senegal, líka þeir sem spila í Evrópu, eru samkeppnishæfir þá kemur til greina að velja þá í landslið Senegal fyrir Afríkukeppnina.“ „Þegar Brasilía þarf á leikmanni að halda þá er engin umræða, hann spilar. Við erum fimm klukkustundum frá Evrópu á meðan sumar þjóðir í Suður-Ameríku eru 17 eða 18 tímum frá Evrópu. Það er samt engin umræða um það. Af hverju ætti umræðan aðeins að vera til staðar þegar kemur að leikmönnum frá Afríku?“ 'Clubs will never be above our flag and our national teams' Senegal coach Aliou Cisse has 'challenged' Napoli not to buy African players following the comments by its owner saying he didn't want African players who would take part in Afcon. https://t.co/fDnj4dfFV5 pic.twitter.com/fHz1KWjxnH— BBC News Africa (@BBCAfrica) August 9, 2022 Cisse segir það einfaldlega ekki standast rökhugsun að Senegal mæti til leiks í Afríkukeppnina án sinna bestu leikmanna. „Félög ættu hins vegar að ræða og deila hugmyndum til að finna sem besta lausn á þessu, fyrir bæði félagsliðin og landsliðin. Við erum ekki að berjast við félögin. Ég hef verið hér í sjö ár og hef alltaf reynt að eiga í góðum samskiptum við félagslið leikmanna,“ sagði Cisse að endingu.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira