„Voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér“ Elísabet Hanna skrifar 11. ágúst 2022 11:31 Ólafur Reynisson er mikill frumkvöðull þegar kemur að matargerð. Stöð 2 Litla Hverabúðin er minnsta verslun Íslands, svo smá að ekki er þar að finna nokkurn starfsmann, í stað þess er stólað á heiðarleika viðskiptavina. Verðlaunakokkurinn Ólafur Reynisson og eiginkona hans Anna María Eyjólfsdóttir eru miklir frumkvöðlar þegar kemur að matargerð. Verslunin er staðsett í Hveragerði og segir Ólafur sjálfsafgreiðsluna hafa gengið vel og heiðarlega fyrir sig og bætir við:„Enda held ég að það sé ekkert gaman að borða brauð sem maður borgaði ekki fyrir. Ég held að maður hafi ekkert gott af því brauði, ég held að það fari illa í magann.“ Bakar kökur í uppþvottavél og sýður egg í sokkum Hann hefur í gegnum tíðina notast mikið við gufuna í eldamennskunni og notar hann meðal annars gamla uppþvottavél sem breytt hefur verið í hveragufuvél til þess að baka kökur. Það eru ekki aðeins kökur sem eru bakaðar á skemmtilegan máta. „Það er voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér og fólk er að elda eggið í sokkunum,“ segir hann um aðstöðuna sem hjónin eru með fyrir gesti þar sem þeir geta upplifað eldamennskuna sjálfir. Einu skilyrðin sem hann setur eru að sokkurinn sé hreinn. Ólafur bakar meðal annars súkkulaði og gulrótakökur í uppþvottavélinni.Stöð 2 Breyttu um takt „Þetta kemur til út af því að við breyttum um takt,“ segir Ólafur um litlu Hverabúðina en tekin var sú stefna hjá hjónunum að þjónusta aðeins hópa í stað einstaklinga. „En fólk fór ekki í burtu, það fór að banka á hurðina og spyrja hvort ég gæti selt þeim rúgbrauð eða brauðsúpu eða þetta og hitt,“ segir hann um tildrög verslunarinnar. „Þá fæddist þessi hugmynd hvort það væri ekki hægt að fara þessa leið, að þetta svona lítið og krúttlegt og láta fólk gera eins og það er farið að gera í öllum þessum búðum,“ segir Ólafur. Vala Matt fór og heimsótti þau hjónin í Litli Hverabúðinni og fékk að heyra allt um þeirra einstöku leiðir í eldamennsku en sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan: Borgar fólki með lækkuðu verði „Ég þakka nú Krónunni og Bónus og öllu þessu ágæta fólki fyrir það að vera búið að kenna fólki að hafa þau í vinnu fyrir ekki neitt og gera allt sko. Ég er svo flottur á því að ég vil að fólk fái laun við þetta þannig að við lækkuðum bara verðið hérna. Þetta er heildsöluverð sem við erum að keyra á af því að fólkið er að vinna restina,“ segir hann um sjálfsafgreiðsluna í versluninni. Stundum er nóg bara nóg Nú hafa hjónin ákveðið að minnka vinnu og byrja að njóta lífsins á annan hátt og ætla jafnvel að fara í heimsreisu og skoða heiminn á meðan þau eru enn við heilsu og eldhress. „Veistu það að þegar maður er búinn að hlaupa nokkra maraþon hringi að þá er allt í lagi að fara að rétta keflið einhverjum öðrum og fara bara í stúkuna og horfa á,“ segir hann. „Við erum búin taka svo mikið á móti fólki á skemmtiferðaskipum og einhvern tíman sagði konan við mig: „Heyrðu hvenær verðum við þarna hinu megin við borðið?“ Litla Hverabúðin er lítil og krúttleg.Stöð 2 Anna María tekur í sama streng og vonar að nú sér tíminn: „Ég er eiginlega að vonast eftir því að maðurinn sé loksins búinn að fá nóg, þetta er alveg orðið ágætt. Þetta er bara búið að vera skemmtilegt en stundum er nóg nóg.“ Ísland í dag Hveragerði Verslun Tengdar fréttir Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Verslunin er staðsett í Hveragerði og segir Ólafur sjálfsafgreiðsluna hafa gengið vel og heiðarlega fyrir sig og bætir við:„Enda held ég að það sé ekkert gaman að borða brauð sem maður borgaði ekki fyrir. Ég held að maður hafi ekkert gott af því brauði, ég held að það fari illa í magann.“ Bakar kökur í uppþvottavél og sýður egg í sokkum Hann hefur í gegnum tíðina notast mikið við gufuna í eldamennskunni og notar hann meðal annars gamla uppþvottavél sem breytt hefur verið í hveragufuvél til þess að baka kökur. Það eru ekki aðeins kökur sem eru bakaðar á skemmtilegan máta. „Það er voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér og fólk er að elda eggið í sokkunum,“ segir hann um aðstöðuna sem hjónin eru með fyrir gesti þar sem þeir geta upplifað eldamennskuna sjálfir. Einu skilyrðin sem hann setur eru að sokkurinn sé hreinn. Ólafur bakar meðal annars súkkulaði og gulrótakökur í uppþvottavélinni.Stöð 2 Breyttu um takt „Þetta kemur til út af því að við breyttum um takt,“ segir Ólafur um litlu Hverabúðina en tekin var sú stefna hjá hjónunum að þjónusta aðeins hópa í stað einstaklinga. „En fólk fór ekki í burtu, það fór að banka á hurðina og spyrja hvort ég gæti selt þeim rúgbrauð eða brauðsúpu eða þetta og hitt,“ segir hann um tildrög verslunarinnar. „Þá fæddist þessi hugmynd hvort það væri ekki hægt að fara þessa leið, að þetta svona lítið og krúttlegt og láta fólk gera eins og það er farið að gera í öllum þessum búðum,“ segir Ólafur. Vala Matt fór og heimsótti þau hjónin í Litli Hverabúðinni og fékk að heyra allt um þeirra einstöku leiðir í eldamennsku en sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan: Borgar fólki með lækkuðu verði „Ég þakka nú Krónunni og Bónus og öllu þessu ágæta fólki fyrir það að vera búið að kenna fólki að hafa þau í vinnu fyrir ekki neitt og gera allt sko. Ég er svo flottur á því að ég vil að fólk fái laun við þetta þannig að við lækkuðum bara verðið hérna. Þetta er heildsöluverð sem við erum að keyra á af því að fólkið er að vinna restina,“ segir hann um sjálfsafgreiðsluna í versluninni. Stundum er nóg bara nóg Nú hafa hjónin ákveðið að minnka vinnu og byrja að njóta lífsins á annan hátt og ætla jafnvel að fara í heimsreisu og skoða heiminn á meðan þau eru enn við heilsu og eldhress. „Veistu það að þegar maður er búinn að hlaupa nokkra maraþon hringi að þá er allt í lagi að fara að rétta keflið einhverjum öðrum og fara bara í stúkuna og horfa á,“ segir hann. „Við erum búin taka svo mikið á móti fólki á skemmtiferðaskipum og einhvern tíman sagði konan við mig: „Heyrðu hvenær verðum við þarna hinu megin við borðið?“ Litla Hverabúðin er lítil og krúttleg.Stöð 2 Anna María tekur í sama streng og vonar að nú sér tíminn: „Ég er eiginlega að vonast eftir því að maðurinn sé loksins búinn að fá nóg, þetta er alveg orðið ágætt. Þetta er bara búið að vera skemmtilegt en stundum er nóg nóg.“
Ísland í dag Hveragerði Verslun Tengdar fréttir Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31