Ég skora á þig að verða vegan! Birta Ísey skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vegan Loftslagsmál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun