Fundu mænusótt í skólpi í New York Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2022 15:20 Bólusetningar gegn mænusótt hófust árið 1955. Getty Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug. Dr. Mary T. Bassett, yfirmaður heilbrigðissviðs New York-ríkis, sagði í dag að fundur mænusóttar í skólpi borgarinnar sé ekki óvæntur. Hann sé þó áhyggjuefni, samkvæmt ummælum sem AP fréttaveitan hefur eftir henni. „Hættan gegn íbúum New York er raunveruleg en vörnin er svo einföld. Bólusetjið ykkur gegn mænusótt,“ hefur fréttaveitan eftir Dr. Ashwin Vasan, sem stýrir heilbrigðissviði New York-borgar. „Með mænusótt í dreifingu í samfélögum okkar er ekkert mikilvægara en að bólusetja börnin okkar og verja þau gegn þessari veiru. Ef þú ert óbólusettur eða ekki fullbólusettur og fullorðinn, gerðu það láttu bólusetja þig.“ Á vef Landlæknis segir þetta um að mænusótt: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“ Bólusetningar gegn mænusótt hófust árið 1955 og tókst nánast því að útrýma veirunni. Ráðamenn segja mögulegt að hundruð hafi smitast af mænusótt án þess að vita það. Flestir sem smitast sýna engin einkenni en geta dreift veirunni til annarra. Lítill hluti smitaðra sýnir einkenni og um fimm til tíu prósent þeirra geta lamast. Minnst einni íbúi New York hefur lamast vegna veirunnar á undanförnum vikum. Skammt er síðan embættismenn á Bretlandseyjum sögðust hafa fundið ummerki mænusóttar í Lundunum. Hins vegar hefur enginn greinst smitaður þar. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Dr. Mary T. Bassett, yfirmaður heilbrigðissviðs New York-ríkis, sagði í dag að fundur mænusóttar í skólpi borgarinnar sé ekki óvæntur. Hann sé þó áhyggjuefni, samkvæmt ummælum sem AP fréttaveitan hefur eftir henni. „Hættan gegn íbúum New York er raunveruleg en vörnin er svo einföld. Bólusetjið ykkur gegn mænusótt,“ hefur fréttaveitan eftir Dr. Ashwin Vasan, sem stýrir heilbrigðissviði New York-borgar. „Með mænusótt í dreifingu í samfélögum okkar er ekkert mikilvægara en að bólusetja börnin okkar og verja þau gegn þessari veiru. Ef þú ert óbólusettur eða ekki fullbólusettur og fullorðinn, gerðu það láttu bólusetja þig.“ Á vef Landlæknis segir þetta um að mænusótt: „Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“ Bólusetningar gegn mænusótt hófust árið 1955 og tókst nánast því að útrýma veirunni. Ráðamenn segja mögulegt að hundruð hafi smitast af mænusótt án þess að vita það. Flestir sem smitast sýna engin einkenni en geta dreift veirunni til annarra. Lítill hluti smitaðra sýnir einkenni og um fimm til tíu prósent þeirra geta lamast. Minnst einni íbúi New York hefur lamast vegna veirunnar á undanförnum vikum. Skammt er síðan embættismenn á Bretlandseyjum sögðust hafa fundið ummerki mænusóttar í Lundunum. Hins vegar hefur enginn greinst smitaður þar.
„Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Hættan á að lamast af völdum sjúkdómsins eykst með hækkuðum aldri.“
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira