Aldur og fyrri störf Viðreisnar Svanur Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2022 17:01 Þegar horft er á þingflokk Viðreisnar er hægt að undrast sérstakan áhuga flokksins á sjávarútvegi. Það var jú rætt um að núverandi formaður hefði sóst eftir að gerast talsmaður hagsmunasamtaka sjávarútvegsins og vissulega gerðist hún ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála stutta stund. Samt fjallar þingflokkurinn um sjávarútveginn nánast eins og það sé eina atvinnugrein landsins, og alltaf með sömu slagorðin á vörunum. Flest í þessari einhæfu umræðu Viðreisnar gengur út á að forsendur og rekstur sjávarútvegsins byggist á einhverskonar innbyggðu óréttlæti og að það sé hægt að reka hann öðruvísi og taka þar af miklu meira út úr greininni í skattheimtu. Nú síðast skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, grein hér á umræðusvæði Vísi sem ber fyrirsögnina: „Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?“ Grein hennar er enn ein endurtekningin á því sem Viðreisnar-fólk er alltaf klifa á; að sjávarútvegurinn eins og hann er rekin núna sé ekki starfa í þágu þjóðarinnar og að þar sé mikið óréttlæti í gangi. Sem fyrr eru þetta bara slagorð og lítið um rök. Reyndar bendir Þorbjörg Sigríður á að sjávarútvegurinn hafi þrátt fyrir allt greitt 35 milljarða króna í veiðileyfagjöld á fáum árum en finnst það ekki augljóslega ekki mikið þar sem eigendum fyrirtækjanna hefur um leið auðnast að greiða sér arð. Eins og annað Viðreisnar-fólk gleymir Þorbjörg Sigríður því að fyrirtækin greiða miklu meira til ríkisins í formi skatta og gjalda. Mestu skiptir þó fyrir þjóðarhag að starfsemi sjávarútvegs er stöðug, hagkvæm og fyrirsjáanleg úti um allt land. Um það eru flestir ábyrgir fræðimenn sammála og aðrar þjóðir öfunda okkur af því. Markaðsleiðin gjaldþrota Ástæða þess að þingmaðurinn stingur niður penna eru nýleg tíðindi um að eigendur Vísis hf. í Grindavík hafi lagt eignir sínar inn í Síldarvinnsluna hf. og þannig styrkt bæði sína stöðu og stöðu Síldarvinnslunnar á hlutabréfamarkaði með þátttöku almennings. Allir sem hafa skilning á rekstri sjá skynsemina á bak við þau viðskipti. Það er því furðulegt að þingmaðurinn telji þetta allt til vansa og álykti að viðskiptin séu ekki í þágu þjóðarinnar. Allt vegna þess að hin gjaldþrota stefna Viðreisnar um markaðsleið er ekki farin. Meira að segja varaformaður Viðreisnar (sem er líklega eini maðurinn innan Viðreisnar sem hefur raunverulega þekkingu á sjávarútveginum) komst að því að markaðsleiðin leiddi til mikilla og óæskilegra breytinga á fyrirkomulagi fiskveiða. Nú er varaformanninum haldið til hlés þegar sjávarútvegur er ræddur innan flokksins. Það er mikilvægt að hafa hugfast að nú ríkir ákveðin fyrirsjáanleiki við stýringu fiskistofna hér við land. Það er síður en svo mikil samþjöppun í sjávarútvegi og fyrirtækin eru að hagnast á starfsemi sinni. Á allt þetta hef ég bent í fyrri skrifum mínum og hefur ekki verið hrakið. Þetta til mikilla bóta fyrir þjóðarhag og mikil breyting frá því sem áður var. Við búum í samfélagi þar sem við ætlum einstaklingum það hlutverk að reka fyrirtæki með afgangi svo hægt sé að greiða laun og skatta, stunda fjárfestingar og skila arðsemi á það fjármagn sem í þeim er bundið. Af hagnaði vel rekinna fyrirtækja tekur ríkið sannarlega sinn hlut og það ríflega og jafnvel meira en það þegar fyrirtæki nota sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Ríkið er reyndar óseðjandi af því að þessir sömu þingmenn vilja alltaf meira fjármagn til að deila út til sinna gæluverkefna. Það er önnur saga. Sjávarútvegfyrirtækin eru eldri en kvótakerfið Ef skoðaður er meðalaldur fimmtíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins út frá kennitölu er hann 37 ár. Nú eru 29 ár síðan kvótakerfið varð til með frjálsa framsali. Mörg þessara fyrirtækja eru reyndar mun eldri en kennitalan segir til um eins og Loðnuvinnslan, Útgerðarfélag Akureyringa, Vísir og fleiri. Þetta segir okkur að nær öll fyrirtækin sem fá úthlutað kvóta núna voru til fyrir daga kvótakerfisins. Þau hafa því lifað af niðurskurðinn sem kvótakerfið olli og aðlagað sig að þeim rekstri sem þau eru í dag. Þau hafa þurft að hafa mikið fyrir því að komast í þá stöðu sem þau eru í núna. Myndin sýnir hvert bolfisk kvótanum er úthlutað eftir höfnum landsins og hlutfalli í þorskígildum. Höfum hugfast að þeim sem standa í þessum rekstri var ekkert gefið. Þvert á móti, það var af þeim tekið og stærð þeirra er vitnisburður um þær aflaheimildir sem þau hafa keypt til sín. Síldarvinnslan er 53 ára og Vísir 41 árs. Þau byggja á enn eldri grunni, eldri en kennitalan segir til um. Það er nauðsynlegt að þekkja þessa sögu og skilja frá hvaða ástandi við vorum að hverfa þegar kvótakerfið var sett á. Það leysti erfið vandamál á farsælan hátt og þjóðin hefur hagnast á því síðan. Svo virðist sem yngstu þingflokkarnir á Alþingi þekki ekki þessa sögu. Kvótinn er undirstaða atvinnu margra bæjarfélaga og er að stærstum hluta unnin úti á landi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Sú stefna sem Viðreisn stendur fyrir ógnar því jafnvægi sem nú er til staðar í þeim samfélögum. Er ekki þar á bætandi enda næg óvissa sem fyrirtæki standa frammi fyrir á hverju ári með aflamarkinu, hvað þá að pólitísk óvissa af völdum stjórnmálamanna sem ekki þekkja söguna bætist ofan á þá mynd. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Viðreisn Tengdar fréttir Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald? Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. 10. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er á þingflokk Viðreisnar er hægt að undrast sérstakan áhuga flokksins á sjávarútvegi. Það var jú rætt um að núverandi formaður hefði sóst eftir að gerast talsmaður hagsmunasamtaka sjávarútvegsins og vissulega gerðist hún ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála stutta stund. Samt fjallar þingflokkurinn um sjávarútveginn nánast eins og það sé eina atvinnugrein landsins, og alltaf með sömu slagorðin á vörunum. Flest í þessari einhæfu umræðu Viðreisnar gengur út á að forsendur og rekstur sjávarútvegsins byggist á einhverskonar innbyggðu óréttlæti og að það sé hægt að reka hann öðruvísi og taka þar af miklu meira út úr greininni í skattheimtu. Nú síðast skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, grein hér á umræðusvæði Vísi sem ber fyrirsögnina: „Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?“ Grein hennar er enn ein endurtekningin á því sem Viðreisnar-fólk er alltaf klifa á; að sjávarútvegurinn eins og hann er rekin núna sé ekki starfa í þágu þjóðarinnar og að þar sé mikið óréttlæti í gangi. Sem fyrr eru þetta bara slagorð og lítið um rök. Reyndar bendir Þorbjörg Sigríður á að sjávarútvegurinn hafi þrátt fyrir allt greitt 35 milljarða króna í veiðileyfagjöld á fáum árum en finnst það ekki augljóslega ekki mikið þar sem eigendum fyrirtækjanna hefur um leið auðnast að greiða sér arð. Eins og annað Viðreisnar-fólk gleymir Þorbjörg Sigríður því að fyrirtækin greiða miklu meira til ríkisins í formi skatta og gjalda. Mestu skiptir þó fyrir þjóðarhag að starfsemi sjávarútvegs er stöðug, hagkvæm og fyrirsjáanleg úti um allt land. Um það eru flestir ábyrgir fræðimenn sammála og aðrar þjóðir öfunda okkur af því. Markaðsleiðin gjaldþrota Ástæða þess að þingmaðurinn stingur niður penna eru nýleg tíðindi um að eigendur Vísis hf. í Grindavík hafi lagt eignir sínar inn í Síldarvinnsluna hf. og þannig styrkt bæði sína stöðu og stöðu Síldarvinnslunnar á hlutabréfamarkaði með þátttöku almennings. Allir sem hafa skilning á rekstri sjá skynsemina á bak við þau viðskipti. Það er því furðulegt að þingmaðurinn telji þetta allt til vansa og álykti að viðskiptin séu ekki í þágu þjóðarinnar. Allt vegna þess að hin gjaldþrota stefna Viðreisnar um markaðsleið er ekki farin. Meira að segja varaformaður Viðreisnar (sem er líklega eini maðurinn innan Viðreisnar sem hefur raunverulega þekkingu á sjávarútveginum) komst að því að markaðsleiðin leiddi til mikilla og óæskilegra breytinga á fyrirkomulagi fiskveiða. Nú er varaformanninum haldið til hlés þegar sjávarútvegur er ræddur innan flokksins. Það er mikilvægt að hafa hugfast að nú ríkir ákveðin fyrirsjáanleiki við stýringu fiskistofna hér við land. Það er síður en svo mikil samþjöppun í sjávarútvegi og fyrirtækin eru að hagnast á starfsemi sinni. Á allt þetta hef ég bent í fyrri skrifum mínum og hefur ekki verið hrakið. Þetta til mikilla bóta fyrir þjóðarhag og mikil breyting frá því sem áður var. Við búum í samfélagi þar sem við ætlum einstaklingum það hlutverk að reka fyrirtæki með afgangi svo hægt sé að greiða laun og skatta, stunda fjárfestingar og skila arðsemi á það fjármagn sem í þeim er bundið. Af hagnaði vel rekinna fyrirtækja tekur ríkið sannarlega sinn hlut og það ríflega og jafnvel meira en það þegar fyrirtæki nota sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Ríkið er reyndar óseðjandi af því að þessir sömu þingmenn vilja alltaf meira fjármagn til að deila út til sinna gæluverkefna. Það er önnur saga. Sjávarútvegfyrirtækin eru eldri en kvótakerfið Ef skoðaður er meðalaldur fimmtíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins út frá kennitölu er hann 37 ár. Nú eru 29 ár síðan kvótakerfið varð til með frjálsa framsali. Mörg þessara fyrirtækja eru reyndar mun eldri en kennitalan segir til um eins og Loðnuvinnslan, Útgerðarfélag Akureyringa, Vísir og fleiri. Þetta segir okkur að nær öll fyrirtækin sem fá úthlutað kvóta núna voru til fyrir daga kvótakerfisins. Þau hafa því lifað af niðurskurðinn sem kvótakerfið olli og aðlagað sig að þeim rekstri sem þau eru í dag. Þau hafa þurft að hafa mikið fyrir því að komast í þá stöðu sem þau eru í núna. Myndin sýnir hvert bolfisk kvótanum er úthlutað eftir höfnum landsins og hlutfalli í þorskígildum. Höfum hugfast að þeim sem standa í þessum rekstri var ekkert gefið. Þvert á móti, það var af þeim tekið og stærð þeirra er vitnisburður um þær aflaheimildir sem þau hafa keypt til sín. Síldarvinnslan er 53 ára og Vísir 41 árs. Þau byggja á enn eldri grunni, eldri en kennitalan segir til um. Það er nauðsynlegt að þekkja þessa sögu og skilja frá hvaða ástandi við vorum að hverfa þegar kvótakerfið var sett á. Það leysti erfið vandamál á farsælan hátt og þjóðin hefur hagnast á því síðan. Svo virðist sem yngstu þingflokkarnir á Alþingi þekki ekki þessa sögu. Kvótinn er undirstaða atvinnu margra bæjarfélaga og er að stærstum hluta unnin úti á landi eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Sú stefna sem Viðreisn stendur fyrir ógnar því jafnvægi sem nú er til staðar í þeim samfélögum. Er ekki þar á bætandi enda næg óvissa sem fyrirtæki standa frammi fyrir á hverju ári með aflamarkinu, hvað þá að pólitísk óvissa af völdum stjórnmálamanna sem ekki þekkja söguna bætist ofan á þá mynd. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald? Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum. 10. ágúst 2022 08:01
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar