„Við áttum að finna hann þarna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 17:04 Búið var að rífa fánann í hornunum og brjóta hann saman þegar Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, kom að honum í morgun. Vísir/Samsett Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni. Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni.
Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59