Valsmenn í sjötta himni, Nökkvi Þeyr allt í öllu hjá KA og ÍBV sökkti FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 08:00 Patrick Pedersen fagnar einu marka sinna. Vísir/Diego Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær, sunnudag. Alls litu 15 mörk dagsins ljós í þremur stórsigrum en mörkin má öll sjá hér að neðan. Eftir stórsigur á toppliði Breiðabliks í síðustu umferð voru Stjörnumenn stórhuga er þeir mættu á Hlíðarenda. Eftir að Emil Atlason brenndi af vítaspyrnu þá komust gestirnir yfir eftir hornspyrnu sem fylgdi í kjölfarið. Valsmenn létu það ekki á sig fá og skoruðu þrívegis áður en fyrri hálfleikur var úti, Patrick Pedersen gerði tvö og Aron Jóhannesson eitt. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik, það síðara beint úr aukaspyrnu, áður en Pedersen skoraði sjötta mark Vals á 66. mínútu leiksins og fullkomnaði þrennu sína. Fleiri urðu mörkin ekki og 6-1 stórsigur Vals staðreynd. Klippa: Besta deild karla: Valur 6-1 Stjarnan Lánlausir FH-ingar voru í heimsókn í Vestmannaeyjum. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom heimamönnum yfir á 9. mínútu og fjórum mínútum síðar hafði Eiður Aron Sigurbjörnsson komið ÍBV í 2-0. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þriðja mark ÍBV úr vítaspyrnu og staðan 3-0 í hálfleik. Úlfur Ágúst Björnsson minnkaði muninn fyrir FH, þó markið sé skráð sem sjálfsmark, áður en Felix Örn Friðriksson drap allir vonir gestanna um endurkomu. Lokatölur 4-1 ÍBV í vil. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 4-1 FH Á Akureyri var botnlið ÍA í heimsókn. Verkefni gestanna var erfitt fyrir en þegar Hlynur Sævar Jónsson fékk beint rautt spjald þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari skoruðu heimamenn þrisvar. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta markið, lagði upp annað markið á Hallgrím Mar Steingrímsson og skoraði svo það þriðja sjálfur. Lokatölur 3-0 KA í vil og Nökkvi Þeyr er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar. Klippa: Besta deild karla: KA 3-0 ÍA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA ÍBV Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Eftir stórsigur á toppliði Breiðabliks í síðustu umferð voru Stjörnumenn stórhuga er þeir mættu á Hlíðarenda. Eftir að Emil Atlason brenndi af vítaspyrnu þá komust gestirnir yfir eftir hornspyrnu sem fylgdi í kjölfarið. Valsmenn létu það ekki á sig fá og skoruðu þrívegis áður en fyrri hálfleikur var úti, Patrick Pedersen gerði tvö og Aron Jóhannesson eitt. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik, það síðara beint úr aukaspyrnu, áður en Pedersen skoraði sjötta mark Vals á 66. mínútu leiksins og fullkomnaði þrennu sína. Fleiri urðu mörkin ekki og 6-1 stórsigur Vals staðreynd. Klippa: Besta deild karla: Valur 6-1 Stjarnan Lánlausir FH-ingar voru í heimsókn í Vestmannaeyjum. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom heimamönnum yfir á 9. mínútu og fjórum mínútum síðar hafði Eiður Aron Sigurbjörnsson komið ÍBV í 2-0. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þriðja mark ÍBV úr vítaspyrnu og staðan 3-0 í hálfleik. Úlfur Ágúst Björnsson minnkaði muninn fyrir FH, þó markið sé skráð sem sjálfsmark, áður en Felix Örn Friðriksson drap allir vonir gestanna um endurkomu. Lokatölur 4-1 ÍBV í vil. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 4-1 FH Á Akureyri var botnlið ÍA í heimsókn. Verkefni gestanna var erfitt fyrir en þegar Hlynur Sævar Jónsson fékk beint rautt spjald þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari skoruðu heimamenn þrisvar. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta markið, lagði upp annað markið á Hallgrím Mar Steingrímsson og skoraði svo það þriðja sjálfur. Lokatölur 3-0 KA í vil og Nökkvi Þeyr er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar. Klippa: Besta deild karla: KA 3-0 ÍA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA ÍBV Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira