Vatnaskil í lífi Geirs: „Ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Geir Sveinsson vinnur nú að því að flytja til Hveragerði með fjölskyldu sinni en hann hefur verið búsettur erlendis síðustu tíu ár. Aðsend „Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir Geir Sveinsson nýráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í viðtali við Bakaríið síðasta laugardag. „Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan: Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Hvað langar mig að vera þegar ég verð stór?“ Hann og fjölskylda hans vinna nú að því að flytjast búferlum til Hveragerðis en síðustu tíu ár hafa þau verið búsett erlendis, fyrst í Austurríki og nú síðast Þýskalandi. Eins og flestum er kunnugt hefur líf og starf Geirs hingað til aðallega snúist í kringum handboltaheiminn en síðustu tvö ár segist hann hafa upplifað ákveðin vatnaskil. „Síðustu tvö ár hef ég sáralítið verið viðloðandi handboltann og þá hef ég svolítið verið að velta því fyrir mér hvað mig langi til að gera. Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? En þetta var ekkert á dagskránni svo að ég sé alveg hreinskilinn,“ segir Geir og vísar til bæjarstjórastöðunnar. Þetta leggst einstaklega vel í mig og þetta er auðvitað djúpa laugin. En ég er svo sem vanur því að hoppa út í djúpar laugar. Stækkuninni fylgi áskoranir Geir segir þetta vera stóra og skemmtilega áskorun og bæjarstjórastarfið fjölbreytt og áhugavert starf. Margskonar verkefni komi á borð hans á hverjum einasta degi og hann geri sér grein fyrir því að hann geti átt von á því að takast á við ólík verkefni. Það er ekkert sveitarfélag sem hefur dafnað eins mikið og stækkað hlutfallslega eins og Hveragerði á síðasta ári. Hveragerði hefur mikinn sjarma og upp á mikið að bjóða. Öra stækkun Hveragerðis segir hann spennandi á sama tíma og henni fylgi miklar áskoranir. Mikið af ungu fólki sé að flytja í bæinn og þurfi að passa vel upp á það að íbúar fái þá þjónustu sem bæjarfélagið ætli sér að standa við. Mathöllin í Gróðurhúsinu aukið aðsókn í aðra veitingastaði Hveragerði hefur undanfarin misseri stimplað sig inn sem spennandi valkostur þegar sækja á veitingastaði en nýverið opnaði Gróðurhúsið í Hveragerði og bættust þá við enn fleiri veitingastaðir í flóruna. Geir segir suma hafa haft ákveðnar áhyggjur af því að með opnun mathallarinnar í Gróðurhúsinu myndi minnka aðsókn í hina veitingastaðina en þær áhyggjur hafi reynst óþarfar. Þetta hefur ekki gert neitt annað en að styrkja svæðið og eins og alltaf verður þá hefur þetta aukið aðsókn í þessa staði sem eru til fyrir og það kemur ákveðið keppnisskap í þessa staði. Allir vilja gera vel og allir vilja standa sig. Það vilja allir taka þátt í þessu. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan:
Bakaríið Handbolti Hveragerði Veitingastaðir Tímamót Tengdar fréttir Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 6. júlí 2022 10:44