Innlent

Bíla­lyfta Herjólfs kramdi tvö öku­tæki

Bjarki Sigurðsson skrifar
Einn þeirra bíla sem krömdust í gærkvöldi.
Einn þeirra bíla sem krömdust í gærkvöldi. Þóra Gísladóttir

Bílalyfta Herjólfs fór niður öðrum megin er skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust. Engin slys urðu á fólki.

Eyjafréttir greina frá þessu en þar kemur fram að um hafi verið að ræða síðustu ferð Herjólfs í gærkvöldi. Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð.

Í samtali við Eyjafréttir segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, að einstaklingur hafi rekist í takka sem staðsettur er í brú skipsins með þeim afleiðingum að lyftan fór niður og kramdi tvo bíla.

Hann segir að í kjölfar óhappsins verði gripið til ráðstafana svo atvik sem þetta komi ekki aftur fyrir.

Sem betur fer var enginn farþegi staddur á bíladekkinu þegar slysið átti sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×