„Háðugleg útreið“ Manchester United endaði með lögregluheimsókn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 13:21 Stuðningsmaðurinn átti erfitt með að sætta sig við stórt tap sinna manna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um helgina tilkynningu um mann sem hafði misst stjórn á skapi sínu í heimahúsi er hann horfði á fótboltaleik. Lið hans var að tapa stórt en er lögregla kom á staðinn hafði hann náð að róa sig og sætt sig við tapið. Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölmörg og fjölbreytt um helgina ef marka má færslu á Facebook-síðu embættisins. Einn stuðningsmaður knattspyrnuliðs fékk heimsókn frá lögreglumönnum þegar lið hans var að fá ansi „háðuglega útreið“ eins og það er orðað í færslunni. Nágrannar mannsins höfðu samband við lögreglu þegar hann hafði misst stjórn á skapi sínu og gaf frá sér mikil óhljóð er hann horfði á leikinn. Þrátt fyrir að nafn liðsins sé ekki nefnt í færslunni má gera ráð fyrir því að maðurinn sé stuðningsmaður Manchester United en þeir töpuðu 4-0 gegn Brentford á laugardaginn. Nær vonandi að halda ró sinni gegn Liverpool „Maðurinn var að horfa á leikinn í sjónvarpi og reiddist mjög, með tilheyrandi hljóðum, þegar fór að síga á ógæfuhliðina og mörkunum rigndi í vitlaust mark. Við þetta hringdu nágrannar stuðningsmannsins í lögreglu enda óttuðust þeir hið versta,“ segir í færslunni. Þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn róast og vonar lögreglan að hann hafi stjórn á skapi sínu næst þegar illa gengur hjá hans mönnum á vellinum. Það gæti verið stutt í næstu útreið en næsti leikur Man Utd er á mánudaginn eftir viku þar sem þeir mæta sterku liði Liverpool. Tólf innbrot tilkynnt Í færslunni kemur einnig fram að tólf innbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu um helgina, sex í fyrirtæki og sex í bifreiðar. Þá var lögregla kölluð til í allnokkur skipti vegna þjófnaða í verslunum. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar um helgina, þar af tvær alvarlega. Þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Alls var 21 ökumaður tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Lögreglumál Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölmörg og fjölbreytt um helgina ef marka má færslu á Facebook-síðu embættisins. Einn stuðningsmaður knattspyrnuliðs fékk heimsókn frá lögreglumönnum þegar lið hans var að fá ansi „háðuglega útreið“ eins og það er orðað í færslunni. Nágrannar mannsins höfðu samband við lögreglu þegar hann hafði misst stjórn á skapi sínu og gaf frá sér mikil óhljóð er hann horfði á leikinn. Þrátt fyrir að nafn liðsins sé ekki nefnt í færslunni má gera ráð fyrir því að maðurinn sé stuðningsmaður Manchester United en þeir töpuðu 4-0 gegn Brentford á laugardaginn. Nær vonandi að halda ró sinni gegn Liverpool „Maðurinn var að horfa á leikinn í sjónvarpi og reiddist mjög, með tilheyrandi hljóðum, þegar fór að síga á ógæfuhliðina og mörkunum rigndi í vitlaust mark. Við þetta hringdu nágrannar stuðningsmannsins í lögreglu enda óttuðust þeir hið versta,“ segir í færslunni. Þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn róast og vonar lögreglan að hann hafi stjórn á skapi sínu næst þegar illa gengur hjá hans mönnum á vellinum. Það gæti verið stutt í næstu útreið en næsti leikur Man Utd er á mánudaginn eftir viku þar sem þeir mæta sterku liði Liverpool. Tólf innbrot tilkynnt Í færslunni kemur einnig fram að tólf innbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu um helgina, sex í fyrirtæki og sex í bifreiðar. Þá var lögregla kölluð til í allnokkur skipti vegna þjófnaða í verslunum. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar um helgina, þar af tvær alvarlega. Þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Alls var 21 ökumaður tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu.
Lögreglumál Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent