„Háðugleg útreið“ Manchester United endaði með lögregluheimsókn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 13:21 Stuðningsmaðurinn átti erfitt með að sætta sig við stórt tap sinna manna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um helgina tilkynningu um mann sem hafði misst stjórn á skapi sínu í heimahúsi er hann horfði á fótboltaleik. Lið hans var að tapa stórt en er lögregla kom á staðinn hafði hann náð að róa sig og sætt sig við tapið. Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölmörg og fjölbreytt um helgina ef marka má færslu á Facebook-síðu embættisins. Einn stuðningsmaður knattspyrnuliðs fékk heimsókn frá lögreglumönnum þegar lið hans var að fá ansi „háðuglega útreið“ eins og það er orðað í færslunni. Nágrannar mannsins höfðu samband við lögreglu þegar hann hafði misst stjórn á skapi sínu og gaf frá sér mikil óhljóð er hann horfði á leikinn. Þrátt fyrir að nafn liðsins sé ekki nefnt í færslunni má gera ráð fyrir því að maðurinn sé stuðningsmaður Manchester United en þeir töpuðu 4-0 gegn Brentford á laugardaginn. Nær vonandi að halda ró sinni gegn Liverpool „Maðurinn var að horfa á leikinn í sjónvarpi og reiddist mjög, með tilheyrandi hljóðum, þegar fór að síga á ógæfuhliðina og mörkunum rigndi í vitlaust mark. Við þetta hringdu nágrannar stuðningsmannsins í lögreglu enda óttuðust þeir hið versta,“ segir í færslunni. Þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn róast og vonar lögreglan að hann hafi stjórn á skapi sínu næst þegar illa gengur hjá hans mönnum á vellinum. Það gæti verið stutt í næstu útreið en næsti leikur Man Utd er á mánudaginn eftir viku þar sem þeir mæta sterku liði Liverpool. Tólf innbrot tilkynnt Í færslunni kemur einnig fram að tólf innbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu um helgina, sex í fyrirtæki og sex í bifreiðar. Þá var lögregla kölluð til í allnokkur skipti vegna þjófnaða í verslunum. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar um helgina, þar af tvær alvarlega. Þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Alls var 21 ökumaður tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Lögreglumál Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölmörg og fjölbreytt um helgina ef marka má færslu á Facebook-síðu embættisins. Einn stuðningsmaður knattspyrnuliðs fékk heimsókn frá lögreglumönnum þegar lið hans var að fá ansi „háðuglega útreið“ eins og það er orðað í færslunni. Nágrannar mannsins höfðu samband við lögreglu þegar hann hafði misst stjórn á skapi sínu og gaf frá sér mikil óhljóð er hann horfði á leikinn. Þrátt fyrir að nafn liðsins sé ekki nefnt í færslunni má gera ráð fyrir því að maðurinn sé stuðningsmaður Manchester United en þeir töpuðu 4-0 gegn Brentford á laugardaginn. Nær vonandi að halda ró sinni gegn Liverpool „Maðurinn var að horfa á leikinn í sjónvarpi og reiddist mjög, með tilheyrandi hljóðum, þegar fór að síga á ógæfuhliðina og mörkunum rigndi í vitlaust mark. Við þetta hringdu nágrannar stuðningsmannsins í lögreglu enda óttuðust þeir hið versta,“ segir í færslunni. Þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn róast og vonar lögreglan að hann hafi stjórn á skapi sínu næst þegar illa gengur hjá hans mönnum á vellinum. Það gæti verið stutt í næstu útreið en næsti leikur Man Utd er á mánudaginn eftir viku þar sem þeir mæta sterku liði Liverpool. Tólf innbrot tilkynnt Í færslunni kemur einnig fram að tólf innbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu um helgina, sex í fyrirtæki og sex í bifreiðar. Þá var lögregla kölluð til í allnokkur skipti vegna þjófnaða í verslunum. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar um helgina, þar af tvær alvarlega. Þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Alls var 21 ökumaður tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu.
Lögreglumál Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira